Maður handtekinn vegna hnífstunguárása í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2020 12:00 Frá Sarpsborg í Noregi. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Norska lögreglan handtók karlmann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið þrjár konur í bænum Sarpsborg í Viken sunnanverðum Noregi í gærkvöldi. Ein kvennanna er látin og önnur er alvarlega sár. Maðurinn er sagður hafa ofbeldisdóma á bakinu. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann þekkti tvær konurnar sem hann réðst á. Lögreglan hefur útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Mikil viðbúnaður lögreglu var vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á vettvang eftir að tilkynningar bárust um að fólk hefði verið stungið á nokkrum stöðum í bænum. Lögreglan segir að maðurinn, sem er 31 árs gamall norskur ríkisborgari af sómalískum ættum, hafi gengið berserksgang í miðbæ Sarpsborg klukkan 23:30 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt Verdens gang. Fyrst hafi hann stungið konu á sextugsaldri sem beið eftir ættingja í bíl við rútubiðstöð. Hún lést síðar af sárum sínum. Næst hafi maðurinn sært aðra konu lífshættulega. Ástand konunnar er sagt hafa batnað yfir nótt. Þá réðst maðurinn á hjón á heimili þeirra og stakk konuna í úlnliðinn. Maðurinn er sagður hafa þekkt seinni tvær konurnar sem hann réðst á en engar vísbendingar hafa komið fram um að konan sem hann drap hafi verið honum kunnug. Til stendur að yfirheyra manninn síðdegis í dag en ekki er ljóst hvaða afstöðu hann ætlar að taka til sakarefnanna. Noregur Tengdar fréttir Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Norska lögreglan handtók karlmann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið þrjár konur í bænum Sarpsborg í Viken sunnanverðum Noregi í gærkvöldi. Ein kvennanna er látin og önnur er alvarlega sár. Maðurinn er sagður hafa ofbeldisdóma á bakinu. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann þekkti tvær konurnar sem hann réðst á. Lögreglan hefur útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Mikil viðbúnaður lögreglu var vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á vettvang eftir að tilkynningar bárust um að fólk hefði verið stungið á nokkrum stöðum í bænum. Lögreglan segir að maðurinn, sem er 31 árs gamall norskur ríkisborgari af sómalískum ættum, hafi gengið berserksgang í miðbæ Sarpsborg klukkan 23:30 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt Verdens gang. Fyrst hafi hann stungið konu á sextugsaldri sem beið eftir ættingja í bíl við rútubiðstöð. Hún lést síðar af sárum sínum. Næst hafi maðurinn sært aðra konu lífshættulega. Ástand konunnar er sagt hafa batnað yfir nótt. Þá réðst maðurinn á hjón á heimili þeirra og stakk konuna í úlnliðinn. Maðurinn er sagður hafa þekkt seinni tvær konurnar sem hann réðst á en engar vísbendingar hafa komið fram um að konan sem hann drap hafi verið honum kunnug. Til stendur að yfirheyra manninn síðdegis í dag en ekki er ljóst hvaða afstöðu hann ætlar að taka til sakarefnanna.
Noregur Tengdar fréttir Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30