Erlent

Stakk eldri mann eftir deilur um and­lits­grímu­notkun

Sylvía Hall skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GEtty

43 ára karlmaður var skotinn til bana af lögreglu nærri borginni Lansing í Michigan-ríki eftir að hafa flúið af vettvangi hnífstunguárásar. Maðurinn hafði stungið 77 ára gamlan mann í verslun í bænum Dimondale eftir að þeir tókust á um notkun andlitsgríma.

Maðurinn sem var skotinn til bana hét Sean Ruis. Hann hafði verið staddur í versluninni þegar maðurinn ávítti hann fyrir að vera ekki með andlitsgrímu á sér. Enduðu deilurnar með því að Ruis dró upp hníf og stakk manninn.

Maðurinn sem varð fyrir hnífstunguárásinni liggur nú á sjúkrahúsi og er ástand hans sagt vera stöðugt.

Ruis flúði vettvang en lögregla var kölluð til og hafði hún uppi á honum. Þegar lögregla hafði stöðvað för Ruis er hann sagður hafa ógnað lögregluþjóninum sem skaut hann til bana.

Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta skipti þar sem deilur um notkun andlitsgríma enda illa, en í síðustu viku var öryggisvörður í Los Angeles ákærður fyrir morð eftir að hafa skotið viðskiptavin til bana sem fór inn í verslun án andlitsgrímu.

Lögreglan í Michigan hefur birt myndband af því þegar Ruis var skotinn til bana en rétt er að vara viðkvæma við efni myndbandsins, sem gæti vakið óhug. Málið er til rannsóknar innan lögreglunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×