Enski boltinn

Klopp bauð heljar­­menninu í sigur­skrúð­­göngu Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og Akinfenwa, báðir á góðri stundu en þeir fara sáttir inn í sumarfrí. Klopp sem enskur meistari og Akinfenwa með Wycombe upp í ensku B-deildina.
Klopp og Akinfenwa, báðir á góðri stundu en þeir fara sáttir inn í sumarfrí. Klopp sem enskur meistari og Akinfenwa með Wycombe upp í ensku B-deildina. vísir/getty

Flestir kannast við framherjann stóra og stæðilega, Adebayor Akinfenwa, en hann hefur verið skrautlegur á samfélagsmiðlum undanfarin ár.

Akinfenwa var í liði Wycombe sem gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í ensku B-deildinni í fyrrakvöld með sigri á Oxford en liðið því farið upp um tvær deildir á tveimur árum.

Eftir leikinn sagði Akinfenwa að eina símtalið sem hann tæki núna væri fá Jurgen Klopp og auðvitað sá stjóri Liverpool sér leik á borði og hafði samband við framherjann stóra og stæðilega.

„Það er möguleiki á því einn daginn,“ sagði Klopp aðspurður á blaðamannafundi Liverpool í dag um hvenær hann ætlaði að fá sér í glas með Akinfenwa.

„Ég veit ekki hvenær en honum er boðið í skrúðgönguna. Hundrað prósent,“ sagði Klopp og átti þar við skrúðgönguna er Liverpool fær möguleika á að fagna titlinum.

„Hann sat á liðsfundinum fyrir einn leikinn í Liverpool treyju sem mér fannst mjög fyndið. Ég horfði á leikinn í gær og hann sendi myndband til baka eftir kveðjuna mína,“ en hvað svaraði hann til baka?

„Það er einkamál. Sumir hlutir í lífinu verða að vera einkamál. Hann var augljóslega mjög ánægður,“ sagði Klopp að endingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×