Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 15:14 Alexander Lúkasjenkó hefur verið við völd í Hvíta-Rússlandi í 26 ár. Nærri allir pólitískir keppinautar hans hafa verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninga í ágúst. Vísir/EPA Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. Andstaða við Lúkasjenkó forseta í aðdraganda kosninganna nú er sögð sú mesta í fleiri ár vegna gremju almennings yfir efnahagsþrenginum, stöðu mannréttindamála og afneitun forsetans á alvarleika kórónuveirufaraldursins. Nærri allir helstu andstæðingar Lúkasjenkó hafa nú hins vegar annað hvort verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninganna. Þeir tveir sem helst voru taldir eiga möguleika á að velta Lúkasjenkó úr sessi hafa nú verið útilokaðir frá framboði. Viktor Babariko var synjað um skráningu sem frambjóðandi eftir að hann var handtekinn í síðasta mánuði. Vísaði kjörstjórnin til sakamáls gegn honum. Hann er sakaður um að hafa komið hundruð milljónum dollara úr landi í umfangsmiklu peningaþvættismála en neitar sök. Þá fékk Valerí Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra, ekki að bjóða sig fram eftir að kjörstjórnin ógilti meðmælendalista, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður framboðs Tsepkalo segir hann ætla að kæra ákvörðunina til dómstóla. Mannréttindsamtök fullyrða að fleiri en sjö hundruð manns hafi verið handteknir í tengslum við kosningabaráttuna í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. Andstaða við Lúkasjenkó forseta í aðdraganda kosninganna nú er sögð sú mesta í fleiri ár vegna gremju almennings yfir efnahagsþrenginum, stöðu mannréttindamála og afneitun forsetans á alvarleika kórónuveirufaraldursins. Nærri allir helstu andstæðingar Lúkasjenkó hafa nú hins vegar annað hvort verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninganna. Þeir tveir sem helst voru taldir eiga möguleika á að velta Lúkasjenkó úr sessi hafa nú verið útilokaðir frá framboði. Viktor Babariko var synjað um skráningu sem frambjóðandi eftir að hann var handtekinn í síðasta mánuði. Vísaði kjörstjórnin til sakamáls gegn honum. Hann er sakaður um að hafa komið hundruð milljónum dollara úr landi í umfangsmiklu peningaþvættismála en neitar sök. Þá fékk Valerí Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra, ekki að bjóða sig fram eftir að kjörstjórnin ógilti meðmælendalista, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður framboðs Tsepkalo segir hann ætla að kæra ákvörðunina til dómstóla. Mannréttindsamtök fullyrða að fleiri en sjö hundruð manns hafi verið handteknir í tengslum við kosningabaráttuna í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent