Borgarstjóri Seúl hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 08:16 Borgarstjórinn fannst látinn í síðustu viku. Vísir/Getty Park Won-soon, borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl, hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni af fyrrverandi ritara sínum. Áreitnin á að hafa staðið yfir í um fjögur ár og hafði ritarinn tilkynnt hana til lögreglu degi áður en Won-soon fannst látinn. Yfirvöld í Seúl lýstu eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu á fimmtudag. Hafði hann skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn, en hann hafði ekki mætt til vinnu daginn áður vegna veikinda. Staðarmiðlar hafa greint frá því að skilaboðin hljómuðu frekar eins og erfðaskrá og var því fljótlega talið líklegt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hann fannst svo látinn í norðurhluta borgarinnar sama dag. Á blaðamannafundi á mánudag greindu lögmenn ritarans frá áreitni borgarstjórans. Sögðu þeir hann hafa áreitt hana í fjögur ár, sent henni myndir af sér á nærfötunum og kallað hana á skrifstofu sína til þess að biðja hana um að faðma sig. Áreitið hafi svo haldið áfram þrátt fyrir að hún hafi beðið um flutning milli deilda innan ráðhússins. Hún segist hafa óskað eftir aðstoð í ráðhúsinu þar sem hún starfaði, en ábendingar hennar hafi verið hundsaðar. Hún sjái eftir því í dag að hafa ekki tilkynnt borgarstjórann um leið og áreitnin hófst. Jarðarför borgarstjórans mun standa yfir í fimm daga og verður sýnd í beinni útsendingu. Undirskriftum hefur verið safnað til þess að mótmæla því að jarðarförin verði svo löng og hátíðleg og hafa yfir 560 þúsund skrifað undir. Won-soon var 64 ára gamall og hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann naut mikilla vinsælda og var talinn líklegur frambjóðandi í forsetakosningunum sem fara fram árið 2022, en hann er meðlimur Lýðræðisflokksins líkt og Moon Jae-in, forseti landsins. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Suður-Kórea MeToo Tengdar fréttir Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Park Won-soon, borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl, hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni af fyrrverandi ritara sínum. Áreitnin á að hafa staðið yfir í um fjögur ár og hafði ritarinn tilkynnt hana til lögreglu degi áður en Won-soon fannst látinn. Yfirvöld í Seúl lýstu eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu á fimmtudag. Hafði hann skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn, en hann hafði ekki mætt til vinnu daginn áður vegna veikinda. Staðarmiðlar hafa greint frá því að skilaboðin hljómuðu frekar eins og erfðaskrá og var því fljótlega talið líklegt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hann fannst svo látinn í norðurhluta borgarinnar sama dag. Á blaðamannafundi á mánudag greindu lögmenn ritarans frá áreitni borgarstjórans. Sögðu þeir hann hafa áreitt hana í fjögur ár, sent henni myndir af sér á nærfötunum og kallað hana á skrifstofu sína til þess að biðja hana um að faðma sig. Áreitið hafi svo haldið áfram þrátt fyrir að hún hafi beðið um flutning milli deilda innan ráðhússins. Hún segist hafa óskað eftir aðstoð í ráðhúsinu þar sem hún starfaði, en ábendingar hennar hafi verið hundsaðar. Hún sjái eftir því í dag að hafa ekki tilkynnt borgarstjórann um leið og áreitnin hófst. Jarðarför borgarstjórans mun standa yfir í fimm daga og verður sýnd í beinni útsendingu. Undirskriftum hefur verið safnað til þess að mótmæla því að jarðarförin verði svo löng og hátíðleg og hafa yfir 560 þúsund skrifað undir. Won-soon var 64 ára gamall og hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann naut mikilla vinsælda og var talinn líklegur frambjóðandi í forsetakosningunum sem fara fram árið 2022, en hann er meðlimur Lýðræðisflokksins líkt og Moon Jae-in, forseti landsins. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Suður-Kórea MeToo Tengdar fréttir Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35