Enski boltinn

Bróðir leikmanns Tottenham skotinn til bana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, talar við Serge Aurier í leik Tottenham á móti Liverpool.
 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, talar við Serge Aurier í leik Tottenham á móti Liverpool. EPA-EFE/NEIL HALL

Frönsku miðlarnir Le Point, La Dépêche og Europe 1 segja frá því að Tottenham maðurinn Serge Aurier hafi misst bróður sinn í nótt.

Christopher Aurier, bróðir Serge Aurier var þá skotinn til bana fyrir utan næturklúbb í borginni Toulouse í Frakklandi.

Atvikið varð klukkan fimm um morguninn að staðartíma en morðinginn komst í burtu á flótta og lögreglan hefur ekki náð honum.

Nágrannar næturklúbbsins hringdu á lögregluna eftir að þeir fundu mann liggjandi á jörðinni með skotsár í maganum.

Christopher Aurier var fluttur á sjúkrahús en þar tókst læknum ekki að bjarga lífi hans.

Christopher Aurier var 26 ára gamall og yngri bróðir Serge Aurier sem er aðeins einu ári eldri.

Fótboltaferill Christopher Aurier var ekki eins glæsilegur og eldri bróður hans því hann var að spila með liði Toulouse Rodéo í frönsku fimmtu deildinni. Þeir byrjuðu báðir hjá Lens en aðeins ferill Serge Aurier komst á flug.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.