Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2020 23:10 Enn er óvíst hvað Skallagrímur gerir í málinu. Vísir/Skallagrímur Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra rasísku ummæla sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. Afsökunarbeiðnin var birt á Fótbolta.net fyrr í kvöld. „Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Atla Steinars. „Drullastu heim til Namibíu,“ ku vera hluti af þeim ummælum sem Atli Steinar lét falla í leiknum og deila má um hversu marga vegu er hægt að túlka þau á. Uppfært: Hermt var að leikmaðurinn fengi að æfa áfram með Skallagrími en það mun ekki vera rétt. Yfirlýsingar um framhaldið er að vænta frá stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms í dag. Hvað KSÍ gerir í málinu á enn eftir að koma í ljós. Yfirlýsingu Atla Steinars má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsingin Í knattspyrnuleik Skallagríms og Berserkja föstudaginn 10. júlí sl. lét ég óviðeigandi ummæli falla í garð leikmanns Bersekja. Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum. Ég get ekki annað gert en stigið fram, viðurkennt mín mistök og beðist afsökunar á þessum ummælum og bætt ráð mitt. Ég hef mikið keppnisskap og það hefur stundum verið mér fjötur um fót og því hef ég leitað til sérfræðinga síðustu mánuði til þess að fá hjálp og mun gera það áfram. Enda afsakar mikið keppnisskap ekki óviðeigandi framkomu eða ummæli í garð andstæðinga, dómara en annarra sem að íþróttum koma. Ég ítreka enn og aftur að ég biðst innilegrar afsökunar á ummælum mínum og vona að þeir sem hlut eiga að máli taki það til greina. Það skal einnig tekið fram að ég einn er ábyrgur fyrir ummælum mínum og hegðun og ég mun taka afleiðingunum og gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta ráð mitt. Ég vil að lokum vekja athygli á því að mér hefur fundist ósanngjarnt að fjölmiðlar og fleiri hafa treyst sér til að fjalla um málið eða hafa í frammi ummæli um það án þess að hafa haft samband við mig eða kynnt sér málið frá öllum hliðum. Virðingarfyllst Atli Steinar Ingason Fótbolti Íslenski boltinn Skallagrímur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra rasísku ummæla sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. Afsökunarbeiðnin var birt á Fótbolta.net fyrr í kvöld. „Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Atla Steinars. „Drullastu heim til Namibíu,“ ku vera hluti af þeim ummælum sem Atli Steinar lét falla í leiknum og deila má um hversu marga vegu er hægt að túlka þau á. Uppfært: Hermt var að leikmaðurinn fengi að æfa áfram með Skallagrími en það mun ekki vera rétt. Yfirlýsingar um framhaldið er að vænta frá stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms í dag. Hvað KSÍ gerir í málinu á enn eftir að koma í ljós. Yfirlýsingu Atla Steinars má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsingin Í knattspyrnuleik Skallagríms og Berserkja föstudaginn 10. júlí sl. lét ég óviðeigandi ummæli falla í garð leikmanns Bersekja. Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum. Ég get ekki annað gert en stigið fram, viðurkennt mín mistök og beðist afsökunar á þessum ummælum og bætt ráð mitt. Ég hef mikið keppnisskap og það hefur stundum verið mér fjötur um fót og því hef ég leitað til sérfræðinga síðustu mánuði til þess að fá hjálp og mun gera það áfram. Enda afsakar mikið keppnisskap ekki óviðeigandi framkomu eða ummæli í garð andstæðinga, dómara en annarra sem að íþróttum koma. Ég ítreka enn og aftur að ég biðst innilegrar afsökunar á ummælum mínum og vona að þeir sem hlut eiga að máli taki það til greina. Það skal einnig tekið fram að ég einn er ábyrgur fyrir ummælum mínum og hegðun og ég mun taka afleiðingunum og gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta ráð mitt. Ég vil að lokum vekja athygli á því að mér hefur fundist ósanngjarnt að fjölmiðlar og fleiri hafa treyst sér til að fjalla um málið eða hafa í frammi ummæli um það án þess að hafa haft samband við mig eða kynnt sér málið frá öllum hliðum. Virðingarfyllst Atli Steinar Ingason
Yfirlýsingin Í knattspyrnuleik Skallagríms og Berserkja föstudaginn 10. júlí sl. lét ég óviðeigandi ummæli falla í garð leikmanns Bersekja. Þau ummæli áttu engan rétt á sér þó þau væru sögð í hita leiksins. Það skal jafnframt tekið fram að af minni hálfu þá áttu þessi ummæli ekki að vera rasísk að neinu leyti þó þau hafi verið túlkuð á þann veg m.a. af fjölmiðlum. Ég get ekki annað gert en stigið fram, viðurkennt mín mistök og beðist afsökunar á þessum ummælum og bætt ráð mitt. Ég hef mikið keppnisskap og það hefur stundum verið mér fjötur um fót og því hef ég leitað til sérfræðinga síðustu mánuði til þess að fá hjálp og mun gera það áfram. Enda afsakar mikið keppnisskap ekki óviðeigandi framkomu eða ummæli í garð andstæðinga, dómara en annarra sem að íþróttum koma. Ég ítreka enn og aftur að ég biðst innilegrar afsökunar á ummælum mínum og vona að þeir sem hlut eiga að máli taki það til greina. Það skal einnig tekið fram að ég einn er ábyrgur fyrir ummælum mínum og hegðun og ég mun taka afleiðingunum og gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta ráð mitt. Ég vil að lokum vekja athygli á því að mér hefur fundist ósanngjarnt að fjölmiðlar og fleiri hafa treyst sér til að fjalla um málið eða hafa í frammi ummæli um það án þess að hafa haft samband við mig eða kynnt sér málið frá öllum hliðum. Virðingarfyllst Atli Steinar Ingason
Fótbolti Íslenski boltinn Skallagrímur Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35
Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40