Íslenski boltinn

Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns

Ísak Hallmundarson skrifar
Skallagrímur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.
Skallagrímur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. mynd/Skallagrímur

Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 

Knattspyrnudeild Skallagríms segist ætla að grípa til viðeigandi ráðstafana.

Yfirlýsing Knattspyrnudeildar Skallagríms í heild sinni:

Í kjölfar leiks Skallagríms og Berserkja í 4. deild karla, sem fór fram á Skallagrímsvelli föstudaginn 10 júlí síðastliðinn höfðu dómari og aðstoðardómarar leiksins samband við forráðamenn Skallagríms. Þeir upplýstu að leikmenn Berserkja tilkynntu þeim þeim að leikmaður Skallagríms hefði í leiknum viðhaft ummæli sem fælu í sér kynþáttafordóma. Jafnframt greindu þeir frá því að þeir sjálfir hefðu ekki heyrt umrædd ummæli, en að þeir myndu tilkynna þetta til KSÍ og voru forráðamenn Skallagríms sammála því svo yrði gert.

Knattspyrnudeild Skallagríms mun ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og mun félagið grípa til viðeigandi ráðstafana í samráði við KSÍ.

f.h. Knattspyrnudeildar Skallagríms

Páll S. Brynjarsson

Formaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×