Enski boltinn

Tólf ára drengur handtekinn vegna rasískra skilaboða

Ísak Hallmundarson skrifar
Zaha vaknaði með ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum í morgun. Hann átti ekki sinn besta dag er Crystal Palace tapaði gegn Aston Villa í dag.
Zaha vaknaði með ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum í morgun. Hann átti ekki sinn besta dag er Crystal Palace tapaði gegn Aston Villa í dag. Catherine Ivill/Getty Images

Greint var frá því í dag að Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, fékk vægast sagt ógeðfelld skilaboð frá stuðningsmanni Aston Villa í morgun. 

Lögreglan í Birmingham hefur nú handtekið 12 ára strák vegna málsins eftir rannsókn lögreglu. 

Roy Hodgson, þjálfari Zaha hjá Palace, telur rétt hjá Zaha að hafa gert málið opinbert.

„Ég tel það hafa verið mikilvægt. Umræða um þessi mál hefur verið áberandi á vegum „Black Lives Matter“ og allir eru að leggjast á eitt til að reyna að útrýma svona hegðun,“ sagði Hodgson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.