Enski boltinn

Zaha vaknaði við óhugnanleg skilaboð í morgun

Ísak Hallmundarson skrifar
Zaha fékk viðurstyggileg skilaboð frá stuðningsmanni Aston Villa.
Zaha fékk viðurstyggileg skilaboð frá stuðningsmanni Aston Villa.

Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, fékk vægast sagt ógeðfelld skilaboð frá stuðningsmanni Aston Villa í morgun.

Hann birtir skjáskot af skilaboðum á Instagram á Twitter-reikningi sínum. Þar segist stuðningsmaðurinn meðal annars ætla að fara heim til hans klæddur sem draugur ef hann skorar gegn Aston Villa í dag, en það er bein vísun í einkennisbúning Ku Klux Klan, samtök sem þekkt eru fyrir kynþáttahatur.

Ljóst er að ef upp kemst um stuðningsmanninn er von á að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.