Íslenski boltinn

Vestri með annan sigur í röð en Þróttarar í vondum málum

Ísak Hallmundarson skrifar
Vestfirðingar plumma sig vel í næstefstu deild.
Vestfirðingar plumma sig vel í næstefstu deild. mynd/vestri.is

Vestri sigraði Þrótt Reykjavík 1-0 í Lengjudeild karla í dag. Leikurinn fór fram á Ísafirði.

Eina mark leiksins skoraði Viðar Þór Sigurðsson á 90. mínútu eftir darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. 

Vestri fer með sigrinum upp í sjö stig í sjöunda sæti deildarinnar, vel gert hjá nýliðunum. Þróttur er hinsvegar í skelfilegum málum á botni deildarinnar ásamt Magna með núll stig eftir fimm umferðir og hefur liðið einungis náð að skora eitt mark.

Stöðuna í deildinni má skoða hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.