Drykkjarhlé hafa hvað verst áhrif á Manchester City Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 12:30 Guardiola er ekki hrifinn af vatnspásum í miðjum leik. getty/Oli Scarff Drykkjarpásur um miðbik hvers hálfleiks í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er ein af þeim nýju reglum sem hafa verið í gildi síðan deildin fór aftur af stað í júní. Það hentar liðum í deildinni þó misvel. Manchester City er eitt þeirra liða sem tapar hvað mest á reglubreytingunni, en liðið er þekkt fyrir að stjórna leikjum og skora mörk með því að opna varnarleik andstæðinganna upp á gátt. Umrædd drykkjarpása gæti hafa spilað stóran þátt í tapi City bæði gegn Chelsea og Southampton samkvæmt úttekt Manchester Evening News, en í báðum leikjunum voru andstæðingar City undir mikilli pressu þegar flautað var til drykkjarpásu. Leikhléið róaði síðan hraða leiksins niður og City þurfti að byrja upp á nýtt að finna glufur í varnarleik andstæðingsins. Ralph Hassenhuttl stjóri Southampton viðurkenndi eftir 1-0 sigur Dýrlinganna á City að lið hans hefði notað pásurnar til að geta andað eftir að hafa verið undir gríðarlegri pressu allan leikinn. Það kom ekki að sök í leik Man City gegn Newcastle á dögunum þar sem þeir náðu að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum, áður en kom til vatnspásu. Í gær náði liðið síðan að skora fyrsta markið á móti Brighton rétt fyrir drykkjarhlé. Báðir leikirnir unnust með fimm mörkum gegn engu. Pep Guardiola hefur gagnrýnt þessa nýju reglu en hann er þekktur fyrir að geta komið skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna frá hliðarlínunni á meðan leik stendur og þarf engar aukalegar vatnspásur til að ná til sinna manna. Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sömuleiðis gagnrýnt þessa breytingu og sagt að hún brjóti leikinn upp í fjórðunga, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af, enda þekktur fyrir að vera af gamla skólanum. Ekki er reiknað með að drykkjarpásurnar verði hluti af leiknum til langtíma, en það verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður hjá Manchester City, sem ýmist vinnur 5-0 sigra eða tapar, eftir því hvort þeir ná inn marki nógu snemma eða ekki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Drykkjarpásur um miðbik hvers hálfleiks í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er ein af þeim nýju reglum sem hafa verið í gildi síðan deildin fór aftur af stað í júní. Það hentar liðum í deildinni þó misvel. Manchester City er eitt þeirra liða sem tapar hvað mest á reglubreytingunni, en liðið er þekkt fyrir að stjórna leikjum og skora mörk með því að opna varnarleik andstæðinganna upp á gátt. Umrædd drykkjarpása gæti hafa spilað stóran þátt í tapi City bæði gegn Chelsea og Southampton samkvæmt úttekt Manchester Evening News, en í báðum leikjunum voru andstæðingar City undir mikilli pressu þegar flautað var til drykkjarpásu. Leikhléið róaði síðan hraða leiksins niður og City þurfti að byrja upp á nýtt að finna glufur í varnarleik andstæðingsins. Ralph Hassenhuttl stjóri Southampton viðurkenndi eftir 1-0 sigur Dýrlinganna á City að lið hans hefði notað pásurnar til að geta andað eftir að hafa verið undir gríðarlegri pressu allan leikinn. Það kom ekki að sök í leik Man City gegn Newcastle á dögunum þar sem þeir náðu að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum, áður en kom til vatnspásu. Í gær náði liðið síðan að skora fyrsta markið á móti Brighton rétt fyrir drykkjarhlé. Báðir leikirnir unnust með fimm mörkum gegn engu. Pep Guardiola hefur gagnrýnt þessa nýju reglu en hann er þekktur fyrir að geta komið skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna frá hliðarlínunni á meðan leik stendur og þarf engar aukalegar vatnspásur til að ná til sinna manna. Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sömuleiðis gagnrýnt þessa breytingu og sagt að hún brjóti leikinn upp í fjórðunga, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af, enda þekktur fyrir að vera af gamla skólanum. Ekki er reiknað með að drykkjarpásurnar verði hluti af leiknum til langtíma, en það verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður hjá Manchester City, sem ýmist vinnur 5-0 sigra eða tapar, eftir því hvort þeir ná inn marki nógu snemma eða ekki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira