Drykkjarhlé hafa hvað verst áhrif á Manchester City Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 12:30 Guardiola er ekki hrifinn af vatnspásum í miðjum leik. getty/Oli Scarff Drykkjarpásur um miðbik hvers hálfleiks í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er ein af þeim nýju reglum sem hafa verið í gildi síðan deildin fór aftur af stað í júní. Það hentar liðum í deildinni þó misvel. Manchester City er eitt þeirra liða sem tapar hvað mest á reglubreytingunni, en liðið er þekkt fyrir að stjórna leikjum og skora mörk með því að opna varnarleik andstæðinganna upp á gátt. Umrædd drykkjarpása gæti hafa spilað stóran þátt í tapi City bæði gegn Chelsea og Southampton samkvæmt úttekt Manchester Evening News, en í báðum leikjunum voru andstæðingar City undir mikilli pressu þegar flautað var til drykkjarpásu. Leikhléið róaði síðan hraða leiksins niður og City þurfti að byrja upp á nýtt að finna glufur í varnarleik andstæðingsins. Ralph Hassenhuttl stjóri Southampton viðurkenndi eftir 1-0 sigur Dýrlinganna á City að lið hans hefði notað pásurnar til að geta andað eftir að hafa verið undir gríðarlegri pressu allan leikinn. Það kom ekki að sök í leik Man City gegn Newcastle á dögunum þar sem þeir náðu að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum, áður en kom til vatnspásu. Í gær náði liðið síðan að skora fyrsta markið á móti Brighton rétt fyrir drykkjarhlé. Báðir leikirnir unnust með fimm mörkum gegn engu. Pep Guardiola hefur gagnrýnt þessa nýju reglu en hann er þekktur fyrir að geta komið skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna frá hliðarlínunni á meðan leik stendur og þarf engar aukalegar vatnspásur til að ná til sinna manna. Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sömuleiðis gagnrýnt þessa breytingu og sagt að hún brjóti leikinn upp í fjórðunga, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af, enda þekktur fyrir að vera af gamla skólanum. Ekki er reiknað með að drykkjarpásurnar verði hluti af leiknum til langtíma, en það verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður hjá Manchester City, sem ýmist vinnur 5-0 sigra eða tapar, eftir því hvort þeir ná inn marki nógu snemma eða ekki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Drykkjarpásur um miðbik hvers hálfleiks í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er ein af þeim nýju reglum sem hafa verið í gildi síðan deildin fór aftur af stað í júní. Það hentar liðum í deildinni þó misvel. Manchester City er eitt þeirra liða sem tapar hvað mest á reglubreytingunni, en liðið er þekkt fyrir að stjórna leikjum og skora mörk með því að opna varnarleik andstæðinganna upp á gátt. Umrædd drykkjarpása gæti hafa spilað stóran þátt í tapi City bæði gegn Chelsea og Southampton samkvæmt úttekt Manchester Evening News, en í báðum leikjunum voru andstæðingar City undir mikilli pressu þegar flautað var til drykkjarpásu. Leikhléið róaði síðan hraða leiksins niður og City þurfti að byrja upp á nýtt að finna glufur í varnarleik andstæðingsins. Ralph Hassenhuttl stjóri Southampton viðurkenndi eftir 1-0 sigur Dýrlinganna á City að lið hans hefði notað pásurnar til að geta andað eftir að hafa verið undir gríðarlegri pressu allan leikinn. Það kom ekki að sök í leik Man City gegn Newcastle á dögunum þar sem þeir náðu að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum, áður en kom til vatnspásu. Í gær náði liðið síðan að skora fyrsta markið á móti Brighton rétt fyrir drykkjarhlé. Báðir leikirnir unnust með fimm mörkum gegn engu. Pep Guardiola hefur gagnrýnt þessa nýju reglu en hann er þekktur fyrir að geta komið skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna frá hliðarlínunni á meðan leik stendur og þarf engar aukalegar vatnspásur til að ná til sinna manna. Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sömuleiðis gagnrýnt þessa breytingu og sagt að hún brjóti leikinn upp í fjórðunga, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af, enda þekktur fyrir að vera af gamla skólanum. Ekki er reiknað með að drykkjarpásurnar verði hluti af leiknum til langtíma, en það verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður hjá Manchester City, sem ýmist vinnur 5-0 sigra eða tapar, eftir því hvort þeir ná inn marki nógu snemma eða ekki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti