Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem tryggði Þór/KA sæti í 8-liða úrslitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þór/KA og Valur voru bæði í pottinum er dregið var í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í dag.
Þór/KA og Valur voru bæði í pottinum er dregið var í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í dag. Vísir/Valur

Þór/KA tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fyrr í dag. Liðið vann þá 1-0 sigur á Keflavík, toppliði Lengjudeildarinnar. 

Markið gerði Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir á 13. mínútu og reyndist það eina mark leiksins. Markið má sjá hér að neðan.

Þór/KA var því í pottinum þegar dregið var í 8-liða úrslitum í beinni útsendingu að leik loknum. Þar var Þór/KA fyrsta liðið upp úr skálinni og á eftir kom Lengjudeildarlið Hauka.

Það er því ljóst að Akureyringar eiga góðan möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar.

8-liða úrslit Mjólkurbikarsins

Þór/KA - Haukar

FH - KR

ÍA - Breiðablik

Selfoss - Valur


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.