Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem tryggði Þór/KA sæti í 8-liða úrslitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þór/KA og Valur voru bæði í pottinum er dregið var í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í dag.
Þór/KA og Valur voru bæði í pottinum er dregið var í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í dag. Vísir/Valur

Þór/KA tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fyrr í dag. Liðið vann þá 1-0 sigur á Keflavík, toppliði Lengjudeildarinnar. 

Markið gerði Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir á 13. mínútu og reyndist það eina mark leiksins. Markið má sjá hér að neðan.

Þór/KA var því í pottinum þegar dregið var í 8-liða úrslitum í beinni útsendingu að leik loknum. Þar var Þór/KA fyrsta liðið upp úr skálinni og á eftir kom Lengjudeildarlið Hauka.

Það er því ljóst að Akureyringar eiga góðan möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar.

8-liða úrslit Mjólkurbikarsins

Þór/KA - Haukar

FH - KR

ÍA - Breiðablik

Selfoss - Valur


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.