Íslenski boltinn

Haukar áfram í bikarnum eftir stórsigur

Ísak Hallmundarson skrifar
Sæunn Björnsdóttir skoraði tvö mörk í kvöld.
Sæunn Björnsdóttir skoraði tvö mörk í kvöld. mynd/haukar.is

Haukar sigruðu sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis 7-1 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld. 

Staðan var 2-0 fyrir Haukum í hálfleik eftir mörk frá Birnu Kristínu Eiríksdóttur og Sæunni Björnsdóttur. Flóðgáttir opnuðust í seinni hálfleik og enduðu leikar 7-1. Birna Kristín og Sæunn bættu við sínu öðru marki og þær Heiða Rakel Guðmundsdóttir, Elín Björg Símonardóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir skoruðu eitt mark hver. Mark Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis gerði Freyja Karín Þorvarðardóttir.

Haukakonur eru því komnar í átta liða úrslitin, en dregið verður um það hvaða lið mætast þar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á slaginu 18:00 á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.