Óli Kristjáns: Tekur tíma hjá stærðfræðingum að finna lausnina en hún er oftast góð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 07:00 Ólafur Kristjánsson hefði viljað þrjú stig úr leik FH á Kópavogsvelli í gærkvöld. Ólafur/Daniel Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var nokkuð sáttur með stig sinna manna á Kópavogsvelli í gærkvöld. Lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik en Ólafur hefði samt sem áður viljað stela stigunum þremur. Ólafur kom til Kjartans Atla Kjartanssonar og Hjörvars Hafliðasonar eftir leik og ræddi um leikinn. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik „Ég hefði viljað setja hann í restina þegar við fengum dauðafæri. Vorum að verjast prýðilega nær allan leikinn en þetta var samt sex marka leikur, mikið sótt, mikið um færi og mikið fjör. Ég er samt mjög svekktur að hafa ekki nýtt færið sem datt fyrir okkur undir lok leiks.“ Ólafur var spurður út í hvað hann hefði sagt við lið sitt í hálfleik en eftir að FH komst yfir misstu þeir smá tökin á leiknum. „Þegar maður upplifir leikinn á hliðarlínunni og er ekki búinn að sjá hann aftur þá er alltaf smá í móðu en mér fannst við ágætir fyrstu tuttugu mínútur leiksins að beina þeim í þau svæði sem þeir máttu fara í. Svo missum við pressuna inn á miðsvæðinu, þeir ná að skipta boltanum á milli kanta eins og þeir vilja gera. Við töluðum um það í hálfleik að þora að stíga upp á miðjumennina þeirra og leyfa frekar miðvörðum þeirra að bera boltann upp.“ „Hann hefur spilað mikið í vetur og staðið sig vel. Fannst við vera í brekku í Víkinni og vildi ekki setja hann inn á þá. Maður verður að velja réttu tímasetninguna til að setja unga leikmenn inn á. Hann átti ekki að vera í leikmannahópnum í dag, Pétur Viðarsson var í hóp en datt út seint í dag,“ sagði Ólafur aðspurður hvort það hefði þurft kjark til að setja hinn unga Loga Hrafn Róbertsson inn á völlinn í hálfleik. Logi Hrafn er fæddur árið 2004. „Mér finnst þetta brot,“ sagði Ólafur um fyrsta mark Blika en Oliver fór þá aðeins í bakið á Jónatani Inga, leikmanni FH. „Ég sagði við Jónatan í hálfleik að ef hann fengi aftur svona högg þá ætti hann að láta sig detta yfir boltann og taka hann með höndum.“ „Mér fannst Atli standa sig mjög vel. Bara þessi hreyfing hjá honum í aðdraganda vítaspyrnunnar sem við fáum í leiknum. Það tekur tekur stundum tíma hjá stærfræðingum að finna lausnina en þá er hún góð,“ sagði Ólafur um frammistöðu gamla brýnisins Atla Guðnasnar sem vinnur sem stærðfræðikennari á daginn. Þá hrósaði hann Þóri Jóhanni Helgasyni fyrir góða frammistöðu á miðjunni í kvöld. Ólafur spurður út í af hverju hann hefði átt jafn erfitt með að leggja Breiðablik af velli eins og raun ber vitni. „Breiðablik er með mjög gott lið. Þeir eru með frábæran framherja í Thomas Mikkelsen og frábært lið. Í fyrra og hitt í fyrra erum við sjálfir klaufar. Mögulega hef ég lært eitthvað af því. Kannski er ég eins og stærðfræðingarnir; lengi að taka við mér.“ „Þessi tími sem þú hefur venjulega fengið til að setja þau upp og drilla þau í t.d. varnarleik hefur ekki verið til staðar. Við hoppuðum inn í mótið beint eftir Covid,“ sagði Ólafur að lokum um tímabilið ár og allan þann fjölda af mörkum sem við erum að sjá í leikjum sumarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Horfum á þetta sem tvö töpuð stig Óskar Hrafn Þorvaldsson var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn í Breiðablik fengu á heimavelli gegn FH í kvöld. 8. júlí 2020 23:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 FH tapað öllum leikjunum gegn Breiðabliki síðan Ólafur tók við Ólafi Kristjánssyni hefur ekki enn tekist að ná í stig gegn Breiðabliki í fjórum deildarleikjum síðan hann var ráðinn þjálfari FH. 8. júlí 2020 12:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var nokkuð sáttur með stig sinna manna á Kópavogsvelli í gærkvöld. Lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik en Ólafur hefði samt sem áður viljað stela stigunum þremur. Ólafur kom til Kjartans Atla Kjartanssonar og Hjörvars Hafliðasonar eftir leik og ræddi um leikinn. Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik „Ég hefði viljað setja hann í restina þegar við fengum dauðafæri. Vorum að verjast prýðilega nær allan leikinn en þetta var samt sex marka leikur, mikið sótt, mikið um færi og mikið fjör. Ég er samt mjög svekktur að hafa ekki nýtt færið sem datt fyrir okkur undir lok leiks.“ Ólafur var spurður út í hvað hann hefði sagt við lið sitt í hálfleik en eftir að FH komst yfir misstu þeir smá tökin á leiknum. „Þegar maður upplifir leikinn á hliðarlínunni og er ekki búinn að sjá hann aftur þá er alltaf smá í móðu en mér fannst við ágætir fyrstu tuttugu mínútur leiksins að beina þeim í þau svæði sem þeir máttu fara í. Svo missum við pressuna inn á miðsvæðinu, þeir ná að skipta boltanum á milli kanta eins og þeir vilja gera. Við töluðum um það í hálfleik að þora að stíga upp á miðjumennina þeirra og leyfa frekar miðvörðum þeirra að bera boltann upp.“ „Hann hefur spilað mikið í vetur og staðið sig vel. Fannst við vera í brekku í Víkinni og vildi ekki setja hann inn á þá. Maður verður að velja réttu tímasetninguna til að setja unga leikmenn inn á. Hann átti ekki að vera í leikmannahópnum í dag, Pétur Viðarsson var í hóp en datt út seint í dag,“ sagði Ólafur aðspurður hvort það hefði þurft kjark til að setja hinn unga Loga Hrafn Róbertsson inn á völlinn í hálfleik. Logi Hrafn er fæddur árið 2004. „Mér finnst þetta brot,“ sagði Ólafur um fyrsta mark Blika en Oliver fór þá aðeins í bakið á Jónatani Inga, leikmanni FH. „Ég sagði við Jónatan í hálfleik að ef hann fengi aftur svona högg þá ætti hann að láta sig detta yfir boltann og taka hann með höndum.“ „Mér fannst Atli standa sig mjög vel. Bara þessi hreyfing hjá honum í aðdraganda vítaspyrnunnar sem við fáum í leiknum. Það tekur tekur stundum tíma hjá stærfræðingum að finna lausnina en þá er hún góð,“ sagði Ólafur um frammistöðu gamla brýnisins Atla Guðnasnar sem vinnur sem stærðfræðikennari á daginn. Þá hrósaði hann Þóri Jóhanni Helgasyni fyrir góða frammistöðu á miðjunni í kvöld. Ólafur spurður út í af hverju hann hefði átt jafn erfitt með að leggja Breiðablik af velli eins og raun ber vitni. „Breiðablik er með mjög gott lið. Þeir eru með frábæran framherja í Thomas Mikkelsen og frábært lið. Í fyrra og hitt í fyrra erum við sjálfir klaufar. Mögulega hef ég lært eitthvað af því. Kannski er ég eins og stærðfræðingarnir; lengi að taka við mér.“ „Þessi tími sem þú hefur venjulega fengið til að setja þau upp og drilla þau í t.d. varnarleik hefur ekki verið til staðar. Við hoppuðum inn í mótið beint eftir Covid,“ sagði Ólafur að lokum um tímabilið ár og allan þann fjölda af mörkum sem við erum að sjá í leikjum sumarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Horfum á þetta sem tvö töpuð stig Óskar Hrafn Þorvaldsson var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn í Breiðablik fengu á heimavelli gegn FH í kvöld. 8. júlí 2020 23:05 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30 FH tapað öllum leikjunum gegn Breiðabliki síðan Ólafur tók við Ólafi Kristjánssyni hefur ekki enn tekist að ná í stig gegn Breiðabliki í fjórum deildarleikjum síðan hann var ráðinn þjálfari FH. 8. júlí 2020 12:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Óskar Hrafn: Horfum á þetta sem tvö töpuð stig Óskar Hrafn Þorvaldsson var vægast sagt ósáttur með stigið sem hans menn í Breiðablik fengu á heimavelli gegn FH í kvöld. 8. júlí 2020 23:05
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3-3 FH | Jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik Breiðablik og FH gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi Max deild karla í ótrúlegum fótboltaleik á Kópavogsvelli í kvöld. 8. júlí 2020 22:30
FH tapað öllum leikjunum gegn Breiðabliki síðan Ólafur tók við Ólafi Kristjánssyni hefur ekki enn tekist að ná í stig gegn Breiðabliki í fjórum deildarleikjum síðan hann var ráðinn þjálfari FH. 8. júlí 2020 12:30