Erlent

Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum

Kjartan Kjartansson skrifar
Veikindi Bolsonaro virðast ekki hafa breytt skoðun hans á alvarleika kórónuveirunnar sem hann hefur áður lýst sem „dálítilli flensu“.
Veikindi Bolsonaro virðast ekki hafa breytt skoðun hans á alvarleika kórónuveirunnar sem hann hefur áður lýst sem „dálítilli flensu“. Vísir/EPA

Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa.

Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika kórónuveirufaraldursins og hafa tveir heilbrigðisráðherrar hrakist úr ríkisstjórninni vegna ósættis við hann. Forsetinn greindist smitaður af veirunni í gær.

Líkt og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur Bolsonaro haldið malaríulyfinu hydroxychloroquine á lofti sem töfralausn við faraldrinum. Brasilíski forsetinn segist taka inn lyfið og þökk sé því muni hann „lifa mun lengur“, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur.

Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni en í Brasilíu. Þar hafa nú rúmar 1,6 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit og að minnsta kosti 66.000 manns eru látnir.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.