Erlent

Framkvæmdastjóri SÞ segir faraldurinn bitna á öllu verkafólki

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Stjórnmálaleiðtogar og forsvarsmenn stofnana mættust á stafrænum fundi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í dag til þess að ræða um áhrif faraldursins á hagkerfi heimsins og vinnumarkaðinn.

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að faraldurinn hafi bitnað á öllum heimshlutum, öllum fyrirtækjum og hverjum einasta verkamanni.

„Þessi krísa hefur afhjúpað veikleika kerfisins, sem Alþjóðavinnumálastofnunin hefur ítrekað bent á. Þetta er vaxandi misskipting, mismunun á grundvelli kyns, skortur á tækifærum fyrir ungmenni, stöðnun launa, loftslagsbryetingar og svo margt fleira,“ sagði framkvæmdastjórinn.

Kristalina Georgieva, formaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, tók í sama streng. Sjóðurinn spáir um fimm prósenta samdrætti á heimsvísu í ár og að níutíu og fimm prósent allra ríkja verði verr stödd í árslok en ársbyrjun. Þó má finna tækifæri í þessari erfiðu stöðu.

„Nú þarf að líta til þess að mynda stefnu um græna enduruppbyggingu sem ætti að skapa milljónir starfa og á sama tíma vinna gegn loftslagsbreytingum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.