Íslenski boltinn

Fóru á tuðru frá Eyjum í Landeyjahöfn fyrir stórleik kvöldsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn ÍBV gera sig klára í ferðina frá Eyjum til Landeyjarhafnar.
Leikmenn ÍBV gera sig klára í ferðina frá Eyjum til Landeyjarhafnar. Vísir/Eyjafréttir

Herjólfur siglir ekki í dag og því voru góð ráð dýr fyrir leikmenn og starfslið ÍBV sem mætir Leikni Reykjavík í Lengjudeildinni í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Á vef Eyjafrétta kemur fram að sökum þess að Herjólfur siglir ekki í dag þá hafi ÍBV þurft að ferðast með tuðrum til að hægt verði að spila leikinn á tilsettum tíma. 

Veðrið var eins og best á kosið svo Eyjamenn ættu ekki að geta kennt ferðinni um ef illa fer í dag. Leikurinn hefst klukkan 18:00 í Efra-Breiðholtinu og verður sýndur í beinn útsendingu Stöðvar 2 Sport. 

Bæði lið eiga enn eftir að tapa leik þegar þremur umferðum er lokið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.