Veður

Sólin skín á­fram glatt á stóran hluta landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort veðurstofunnar fyrir klukkan 15 eins og það leit út í morgun.
Spákort veðurstofunnar fyrir klukkan 15 eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir norðvestlægri átt á bilinu 3 til 8 metrar á sekúndu og virðist sem að sólin ætli áfram að skína glatt á stóran hluta landsins.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að stöku síðdegisskúrir muni láta á sér kræla á sunnanverðu landinu ef að líkum láti, en að öðru leyti sé ekki búist við úrkomu. Hitinn verði áþekkur því sem hann var í gær, nokkuð víða 13 til 18 stig yfir daginn, en svalara við norðurströndina þar sem loftið kemur beint af hafi.

„Spáin fyrir morgundaginn er síðan svipuð og spáin í dag. Áttin áfram norðvestlæg, en eilítið ákveðnari vindur, á bilinu 5-10 m/s á morgun. Þokkalega bjart á landinu svona heilt yfir, þó má búast við heldur fleiri skýjum á lofti en í dag. Áfram líkur á stöku síðdegisskúrum á sunnanverðu landinu og hámarkshiti dagsins kringum 18 stigin.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Vestan og norðvestan 5-10 m/s. Víða bjartviðri, en líkur á stöku síðdegisskúrum sunnantil á landinu. Hiti 10 til 17 stig.

Á fimmtudag: Norðvestan 5-10 og bjartviðri sunnan- og vestanlands, en 8-13 og dálítil rigning um landið norðaustanvert. Hiti frá 7 stigum norðaustanlands, upp í 18 stig á Suðausturlandi.

Á föstudag: Vestlæg átt 3-10 og skýjað vestanlands, en léttir til um landið austanvert síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á laugardag: Suðvestan 5-10 og súld eða dálítil rigning á Suður- og Vesturlandi, en bjart norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag og mánudag: Suðlæg eða breytileg átt. Skýjað og lítilsháttar væta sunnan heiða, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi með stöku skúrum síðdegis. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan og austan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.