Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 21:55 Nýjustu vendingar í vörnum landsins gegn Covid-19, það að Kári Stefánsson hafi dregið fyrirtæki sitt út úr verkefninu, valda Birni Inga verulegum áhyggjum. Hann mun spyrja Þórólf Guðnason sóttvarnalækni spjörunum úr á morgun. visir/vilhelm Björn Ingi Hrafnsson – ritstjóri Viljans – segir að það verði fróðlegt að mæta á upplýsingafund Almannavarna á morgun „og spyrja nokkurra vel valinna spurninga“. Björn Ingi, sem vakið hefur athygli fyrir ódrepandi áhuga sinn á öllu sem snýr að kórónuveirufaraldrinum og hefur ekki látið sitt eftir liggja á upplýsingafundum þríeykisins svonefnda í þá fjóra mánuði sem eru frá því veiran gerði vart við sig, er afar hugsi vegna nýjustu frétta. Kári vill ekki láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nú dregið fyrirtæki sitt frá öllu því sem snýr að skimunum. Hann segist ekki efast um að stjórnvöld muni finna einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir fyrirtæki sitt, en lesa má á milli lína að hann leyfi sér að efast um það; stjórnvöld eru svifasein. Hann hafi greint Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra frá fyrirætlunum sínum og í svarbréfi komi fram að hún ætli að skipa verkefnisstjóra sem ætti að skila áliti ekki seinna en 15. september. „Mér finnst hún ekki ganga rösklega til verks í þessu. Þau velja sér sín verkefni og sinn hraða og gera á sinn máta en ég vil ekki vera bendlaður við það,“ segir Kári: Sá tími sem ríkisstjórnin ætli sér sé „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Einhver verður látinn kyngja ælunni Enginn ætti að velkjast í vafa um að Björn Ingi hefur kynnt sér viðfangsefnið í þaula en hann fæst nú við ritun bókar um efnið. Lokakaflinn liggur greinilega ekki fyrir, ekki nálægt lagi: „Nú er rúm vika frá því Kári Stefánsson sagði í viðtali að loka yrði landinu ef hann færi í fýlu. Nú er hann kominn í fýlu og spurningin er þá hvort ríkisstjórnin mun falla á kné og gera eins og henni er sagt, eða hvort landinu verður lokað frá næstkomandi mánudegi,“ spyr Björn Ingi. Og hann spyr áfram: „Þriðji möguleikinn er svo sá að allt í einu verði ekki lengur talið mikilvægt að skima við landamærin. Stóru orðin eru síst spöruð og líklegt er að einhver verði látinn kyngja ælunni.“ Talsverð viðbrögð má nú þegar sjá við hugleiðingar Björns Inga. Þannig tekur þingmaður Miðflokksins, Þorsteinn Sæmundsson, til máls og eggjar Björn til dáða. Segir þó verst að Svandís Svavarsdóttir verði þar varla til svara: „Láttu þau heyra það. Verst að höfuðpaurinn heilbrigðisráðherrann mætir væntanlega ekki.“ Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson – ritstjóri Viljans – segir að það verði fróðlegt að mæta á upplýsingafund Almannavarna á morgun „og spyrja nokkurra vel valinna spurninga“. Björn Ingi, sem vakið hefur athygli fyrir ódrepandi áhuga sinn á öllu sem snýr að kórónuveirufaraldrinum og hefur ekki látið sitt eftir liggja á upplýsingafundum þríeykisins svonefnda í þá fjóra mánuði sem eru frá því veiran gerði vart við sig, er afar hugsi vegna nýjustu frétta. Kári vill ekki láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nú dregið fyrirtæki sitt frá öllu því sem snýr að skimunum. Hann segist ekki efast um að stjórnvöld muni finna einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir fyrirtæki sitt, en lesa má á milli lína að hann leyfi sér að efast um það; stjórnvöld eru svifasein. Hann hafi greint Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra frá fyrirætlunum sínum og í svarbréfi komi fram að hún ætli að skipa verkefnisstjóra sem ætti að skila áliti ekki seinna en 15. september. „Mér finnst hún ekki ganga rösklega til verks í þessu. Þau velja sér sín verkefni og sinn hraða og gera á sinn máta en ég vil ekki vera bendlaður við það,“ segir Kári: Sá tími sem ríkisstjórnin ætli sér sé „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Einhver verður látinn kyngja ælunni Enginn ætti að velkjast í vafa um að Björn Ingi hefur kynnt sér viðfangsefnið í þaula en hann fæst nú við ritun bókar um efnið. Lokakaflinn liggur greinilega ekki fyrir, ekki nálægt lagi: „Nú er rúm vika frá því Kári Stefánsson sagði í viðtali að loka yrði landinu ef hann færi í fýlu. Nú er hann kominn í fýlu og spurningin er þá hvort ríkisstjórnin mun falla á kné og gera eins og henni er sagt, eða hvort landinu verður lokað frá næstkomandi mánudegi,“ spyr Björn Ingi. Og hann spyr áfram: „Þriðji möguleikinn er svo sá að allt í einu verði ekki lengur talið mikilvægt að skima við landamærin. Stóru orðin eru síst spöruð og líklegt er að einhver verði látinn kyngja ælunni.“ Talsverð viðbrögð má nú þegar sjá við hugleiðingar Björns Inga. Þannig tekur þingmaður Miðflokksins, Þorsteinn Sæmundsson, til máls og eggjar Björn til dáða. Segir þó verst að Svandís Svavarsdóttir verði þar varla til svara: „Láttu þau heyra það. Verst að höfuðpaurinn heilbrigðisráðherrann mætir væntanlega ekki.“
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51
Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45