Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 20:51 „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra. Ég sagði það að við hefðum ákveðið að ráða aðila til þess að skoða betur þessa hugmynd og ráðast í þann nauðsynlega undirbúning sem þurfti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld spurð um viðbrögð sín við ákvörðun Kára Stefánssonar að Íslensk erfðagreining hætti að sinna skimun vegna kórónuveirunnar. Kári gagnrýndi Katrínu og ríkisstjórn hennar í opnu bréfi í dag og þá sérstaklega fyrir viðbrögð við tillögu Kára um að koma hér á fót Faraldsfræðistofnun Íslands. Ríkisstjórnin ákvað að taka tillöguna til skoðunar og verður verkefnisstjóri ráðinn sem mun skila tillögum fyrir 15. september. Kára fannst tíminn sem ríkisstjórnin gaf sér vera „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Katrín segir að brotthvarf ÍE frá kórónuveiruskimun kalli á nýja nálgun í málinu. Fundir eru fyrirhugaðir með sóttvarnalækni, almannavörnum og fleiri aðilum og verður þar farið yfir stöðu mála og næstu skref ákveðin. „Mínar vonir standa til þess að við getum leitað í reynslu- og þekkingarbrunn Kára og hans starfsfólks til þess að sameinast í því markmiði að berjast betur gegn heimsfaraldri á borð við þann sem geisar núna,“ sagði Katrín. Forsætisráðherra sagði framlag Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ómetanlegt og það hafi ekki verið sjálfgefið að starfsfólk ÍE sinnti þessu viðamikla verkefni. Spurð hvort að ekki hefði verið hægt að funda með Kára um málið sagði Katrín svo hafa verið. „Það hefði vafalaust verið hægt að hafa fundi. Hann kaus að senda mér bréf og ég svaraði því með bréfi,“ sagði forsætisráðherra. Í bréfi sínu til forsætisráðuneytisins bauð Kári fram húsnæði til handa óstofnaðri Faraldsfræðistofnun. Forsætisráðherra segir að það sé eitt af því sem hefði verið til skoðunar þegar málið er unnið. Í viðtali við Reykjavík síðdegis og í bréfi sínu gagnrýndi Kári eins og áður segir þann tíma sem stjórnvöld gefa sér áður en að stofnunin yrði að veruleika. Kári sagði að af svari Katrínar við bréfinu væri ljóst að henni þætti vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ Verkefnastjórinn sem forsætisráðherra nefnir í bréfi sínu er óráðinn en haga þarf málinu eftir kúnstarinnar reglum líkt og með aðrar opinberar ráðningar. „Það er að sjálfsögðu þannig að þegar við tökum svona ákvörðun þá þarf að auglýsa þá stöðu og fara eftir settum reglum. Þess vegna gerast svona hlutir ekki á örfáum dögum,“ sagði Katrín. „Þetta verkefni hefur byggst upp með samstarfi ólíkra aðila. Ég hef nú ósjaldan sagt að það er okkar gæfa að hafa tekist að ná fram þessu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Auðvitað vonast ég til þess að við finnum einhverja farsæla lendingu til hagsbóta fyrir samfélagið og heilbrigði þjóðarinnar,“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
„Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra. Ég sagði það að við hefðum ákveðið að ráða aðila til þess að skoða betur þessa hugmynd og ráðast í þann nauðsynlega undirbúning sem þurfti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld spurð um viðbrögð sín við ákvörðun Kára Stefánssonar að Íslensk erfðagreining hætti að sinna skimun vegna kórónuveirunnar. Kári gagnrýndi Katrínu og ríkisstjórn hennar í opnu bréfi í dag og þá sérstaklega fyrir viðbrögð við tillögu Kára um að koma hér á fót Faraldsfræðistofnun Íslands. Ríkisstjórnin ákvað að taka tillöguna til skoðunar og verður verkefnisstjóri ráðinn sem mun skila tillögum fyrir 15. september. Kára fannst tíminn sem ríkisstjórnin gaf sér vera „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Katrín segir að brotthvarf ÍE frá kórónuveiruskimun kalli á nýja nálgun í málinu. Fundir eru fyrirhugaðir með sóttvarnalækni, almannavörnum og fleiri aðilum og verður þar farið yfir stöðu mála og næstu skref ákveðin. „Mínar vonir standa til þess að við getum leitað í reynslu- og þekkingarbrunn Kára og hans starfsfólks til þess að sameinast í því markmiði að berjast betur gegn heimsfaraldri á borð við þann sem geisar núna,“ sagði Katrín. Forsætisráðherra sagði framlag Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ómetanlegt og það hafi ekki verið sjálfgefið að starfsfólk ÍE sinnti þessu viðamikla verkefni. Spurð hvort að ekki hefði verið hægt að funda með Kára um málið sagði Katrín svo hafa verið. „Það hefði vafalaust verið hægt að hafa fundi. Hann kaus að senda mér bréf og ég svaraði því með bréfi,“ sagði forsætisráðherra. Í bréfi sínu til forsætisráðuneytisins bauð Kári fram húsnæði til handa óstofnaðri Faraldsfræðistofnun. Forsætisráðherra segir að það sé eitt af því sem hefði verið til skoðunar þegar málið er unnið. Í viðtali við Reykjavík síðdegis og í bréfi sínu gagnrýndi Kári eins og áður segir þann tíma sem stjórnvöld gefa sér áður en að stofnunin yrði að veruleika. Kári sagði að af svari Katrínar við bréfinu væri ljóst að henni þætti vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ Verkefnastjórinn sem forsætisráðherra nefnir í bréfi sínu er óráðinn en haga þarf málinu eftir kúnstarinnar reglum líkt og með aðrar opinberar ráðningar. „Það er að sjálfsögðu þannig að þegar við tökum svona ákvörðun þá þarf að auglýsa þá stöðu og fara eftir settum reglum. Þess vegna gerast svona hlutir ekki á örfáum dögum,“ sagði Katrín. „Þetta verkefni hefur byggst upp með samstarfi ólíkra aðila. Ég hef nú ósjaldan sagt að það er okkar gæfa að hafa tekist að ná fram þessu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Auðvitað vonast ég til þess að við finnum einhverja farsæla lendingu til hagsbóta fyrir samfélagið og heilbrigði þjóðarinnar,“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira