Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 20:51 „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra. Ég sagði það að við hefðum ákveðið að ráða aðila til þess að skoða betur þessa hugmynd og ráðast í þann nauðsynlega undirbúning sem þurfti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld spurð um viðbrögð sín við ákvörðun Kára Stefánssonar að Íslensk erfðagreining hætti að sinna skimun vegna kórónuveirunnar. Kári gagnrýndi Katrínu og ríkisstjórn hennar í opnu bréfi í dag og þá sérstaklega fyrir viðbrögð við tillögu Kára um að koma hér á fót Faraldsfræðistofnun Íslands. Ríkisstjórnin ákvað að taka tillöguna til skoðunar og verður verkefnisstjóri ráðinn sem mun skila tillögum fyrir 15. september. Kára fannst tíminn sem ríkisstjórnin gaf sér vera „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Katrín segir að brotthvarf ÍE frá kórónuveiruskimun kalli á nýja nálgun í málinu. Fundir eru fyrirhugaðir með sóttvarnalækni, almannavörnum og fleiri aðilum og verður þar farið yfir stöðu mála og næstu skref ákveðin. „Mínar vonir standa til þess að við getum leitað í reynslu- og þekkingarbrunn Kára og hans starfsfólks til þess að sameinast í því markmiði að berjast betur gegn heimsfaraldri á borð við þann sem geisar núna,“ sagði Katrín. Forsætisráðherra sagði framlag Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ómetanlegt og það hafi ekki verið sjálfgefið að starfsfólk ÍE sinnti þessu viðamikla verkefni. Spurð hvort að ekki hefði verið hægt að funda með Kára um málið sagði Katrín svo hafa verið. „Það hefði vafalaust verið hægt að hafa fundi. Hann kaus að senda mér bréf og ég svaraði því með bréfi,“ sagði forsætisráðherra. Í bréfi sínu til forsætisráðuneytisins bauð Kári fram húsnæði til handa óstofnaðri Faraldsfræðistofnun. Forsætisráðherra segir að það sé eitt af því sem hefði verið til skoðunar þegar málið er unnið. Í viðtali við Reykjavík síðdegis og í bréfi sínu gagnrýndi Kári eins og áður segir þann tíma sem stjórnvöld gefa sér áður en að stofnunin yrði að veruleika. Kári sagði að af svari Katrínar við bréfinu væri ljóst að henni þætti vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ Verkefnastjórinn sem forsætisráðherra nefnir í bréfi sínu er óráðinn en haga þarf málinu eftir kúnstarinnar reglum líkt og með aðrar opinberar ráðningar. „Það er að sjálfsögðu þannig að þegar við tökum svona ákvörðun þá þarf að auglýsa þá stöðu og fara eftir settum reglum. Þess vegna gerast svona hlutir ekki á örfáum dögum,“ sagði Katrín. „Þetta verkefni hefur byggst upp með samstarfi ólíkra aðila. Ég hef nú ósjaldan sagt að það er okkar gæfa að hafa tekist að ná fram þessu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Auðvitað vonast ég til þess að við finnum einhverja farsæla lendingu til hagsbóta fyrir samfélagið og heilbrigði þjóðarinnar,“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra. Ég sagði það að við hefðum ákveðið að ráða aðila til þess að skoða betur þessa hugmynd og ráðast í þann nauðsynlega undirbúning sem þurfti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld spurð um viðbrögð sín við ákvörðun Kára Stefánssonar að Íslensk erfðagreining hætti að sinna skimun vegna kórónuveirunnar. Kári gagnrýndi Katrínu og ríkisstjórn hennar í opnu bréfi í dag og þá sérstaklega fyrir viðbrögð við tillögu Kára um að koma hér á fót Faraldsfræðistofnun Íslands. Ríkisstjórnin ákvað að taka tillöguna til skoðunar og verður verkefnisstjóri ráðinn sem mun skila tillögum fyrir 15. september. Kára fannst tíminn sem ríkisstjórnin gaf sér vera „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Katrín segir að brotthvarf ÍE frá kórónuveiruskimun kalli á nýja nálgun í málinu. Fundir eru fyrirhugaðir með sóttvarnalækni, almannavörnum og fleiri aðilum og verður þar farið yfir stöðu mála og næstu skref ákveðin. „Mínar vonir standa til þess að við getum leitað í reynslu- og þekkingarbrunn Kára og hans starfsfólks til þess að sameinast í því markmiði að berjast betur gegn heimsfaraldri á borð við þann sem geisar núna,“ sagði Katrín. Forsætisráðherra sagði framlag Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ómetanlegt og það hafi ekki verið sjálfgefið að starfsfólk ÍE sinnti þessu viðamikla verkefni. Spurð hvort að ekki hefði verið hægt að funda með Kára um málið sagði Katrín svo hafa verið. „Það hefði vafalaust verið hægt að hafa fundi. Hann kaus að senda mér bréf og ég svaraði því með bréfi,“ sagði forsætisráðherra. Í bréfi sínu til forsætisráðuneytisins bauð Kári fram húsnæði til handa óstofnaðri Faraldsfræðistofnun. Forsætisráðherra segir að það sé eitt af því sem hefði verið til skoðunar þegar málið er unnið. Í viðtali við Reykjavík síðdegis og í bréfi sínu gagnrýndi Kári eins og áður segir þann tíma sem stjórnvöld gefa sér áður en að stofnunin yrði að veruleika. Kári sagði að af svari Katrínar við bréfinu væri ljóst að henni þætti vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ Verkefnastjórinn sem forsætisráðherra nefnir í bréfi sínu er óráðinn en haga þarf málinu eftir kúnstarinnar reglum líkt og með aðrar opinberar ráðningar. „Það er að sjálfsögðu þannig að þegar við tökum svona ákvörðun þá þarf að auglýsa þá stöðu og fara eftir settum reglum. Þess vegna gerast svona hlutir ekki á örfáum dögum,“ sagði Katrín. „Þetta verkefni hefur byggst upp með samstarfi ólíkra aðila. Ég hef nú ósjaldan sagt að það er okkar gæfa að hafa tekist að ná fram þessu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Auðvitað vonast ég til þess að við finnum einhverja farsæla lendingu til hagsbóta fyrir samfélagið og heilbrigði þjóðarinnar,“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira