Ætluðu aldrei að sinna skimun „til eilífðarnóns“ Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 18:00 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“ Það hefur vart farið fram hjá neinum að í dag tilkynnti Kári í opnu bréfi til forsætisráðherra að Íslensk erfðagreining muni frá og með deginum í dag hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sagði Kári þá einnig að skimun á vegum ÍE muni ljúka mánudaginn 13. júlí. Ljóst er að framlag ÍE vegna faraldursins hefur verið veigamikið enda hafa starfsmenn fyrirtækisins skimað 72.500 manns og hafa að sögn Kára borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. Kári talaði um atburði dagsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. Þá var Kári ósáttur með seinagang yfirvalda en hann segist hafa hvatt stjórnvöld til þess að vinna rösklega að því að setja á fót Faraldsfræðistofnun. Ríkisstjórnin hafi þó ákveðið að gefa sér tíma sem Kári sagði „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú. Núna þegar við erum búin að opna landamærin verða menn að geta unnið mjög hratt, verið einbeittir og tekið á þessu með afdrifaríkum hætti. Ég held það muni koma í ljós á næstu dögum og vikum að við verðum að vera á tánum,“ sagði Kári áður en að hann hrósaði bæði sóttvarnalækni og landlækni. „Við höfum mjög góðan sóttvarnalækni og mjög góðan landlækni. Fólk sem ég treysti mjög vel til að sinna sínu verki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau munu finna sér fólk til að fylla upp í það skarð sem myndast þegar við hættum,“ sagði Kári. Þá taldi forstjórinn að það yrði ekkert vandamál fyrir Landspítalann að koma því í haginn að hægt yrði að taka á sig fleiri verkefni vegna sýnatöku. Sjö dagar séu til stefnu og það hafi eingöngu tekið Íslenska erfðagreiningu fimm daga að taka að setja upp sína rannsóknarstöð þegar það var gert, án undirbúnings. Við erum búin að ljúka mjög mikilli skimun fyrir mótefni gegn veirunni, búin að skoða þrjátíu þúsund Íslendinga og búin að vinna þetta allt saman mjög vel, samfélaginu að kostnaðarlausu en það var aldrei planið að við yrðum í þessu til eilífðarnóns, ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að fyrr en seinna yrðum við að snúa okkur að okkar dagvinnu. „Ég held að þetta sé ekkert slæmur tímapunktur það er komin reynsla á skimun á landamærunum. Ég held að það sé ósköp eðlilegt að kveðja kurteisislega. Þökkum fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu og hverfum inn í þessa botnlausu erfðafræði sem við búum við flesta daga,“ sagði Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“ Það hefur vart farið fram hjá neinum að í dag tilkynnti Kári í opnu bréfi til forsætisráðherra að Íslensk erfðagreining muni frá og með deginum í dag hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sagði Kári þá einnig að skimun á vegum ÍE muni ljúka mánudaginn 13. júlí. Ljóst er að framlag ÍE vegna faraldursins hefur verið veigamikið enda hafa starfsmenn fyrirtækisins skimað 72.500 manns og hafa að sögn Kára borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. Kári talaði um atburði dagsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. Þá var Kári ósáttur með seinagang yfirvalda en hann segist hafa hvatt stjórnvöld til þess að vinna rösklega að því að setja á fót Faraldsfræðistofnun. Ríkisstjórnin hafi þó ákveðið að gefa sér tíma sem Kári sagði „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú. Núna þegar við erum búin að opna landamærin verða menn að geta unnið mjög hratt, verið einbeittir og tekið á þessu með afdrifaríkum hætti. Ég held það muni koma í ljós á næstu dögum og vikum að við verðum að vera á tánum,“ sagði Kári áður en að hann hrósaði bæði sóttvarnalækni og landlækni. „Við höfum mjög góðan sóttvarnalækni og mjög góðan landlækni. Fólk sem ég treysti mjög vel til að sinna sínu verki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau munu finna sér fólk til að fylla upp í það skarð sem myndast þegar við hættum,“ sagði Kári. Þá taldi forstjórinn að það yrði ekkert vandamál fyrir Landspítalann að koma því í haginn að hægt yrði að taka á sig fleiri verkefni vegna sýnatöku. Sjö dagar séu til stefnu og það hafi eingöngu tekið Íslenska erfðagreiningu fimm daga að taka að setja upp sína rannsóknarstöð þegar það var gert, án undirbúnings. Við erum búin að ljúka mjög mikilli skimun fyrir mótefni gegn veirunni, búin að skoða þrjátíu þúsund Íslendinga og búin að vinna þetta allt saman mjög vel, samfélaginu að kostnaðarlausu en það var aldrei planið að við yrðum í þessu til eilífðarnóns, ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að fyrr en seinna yrðum við að snúa okkur að okkar dagvinnu. „Ég held að þetta sé ekkert slæmur tímapunktur það er komin reynsla á skimun á landamærunum. Ég held að það sé ósköp eðlilegt að kveðja kurteisislega. Þökkum fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu og hverfum inn í þessa botnlausu erfðafræði sem við búum við flesta daga,“ sagði Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira