Munu Manchester-liðin berjast um sömu leikmennina í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 23:00 Koulibaly virðist vera á leiðinni til Manchester-borgar. Matteo Ciambelli/Getty Images Talið er að Manchester United og nágrannar þeirra í Manchester City muni berjast um sömu bitana er leikmannamarkaðurinn opnar í sumar. Miguel Delaney hjá The Independent hefur það eftir öruggum heimildum að bæði Manchester-liðin séu að leita sér að miðverði. Reyndar þarf engan doktor til að segja þeim sem fylgjast með enska boltanum að Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola væru til í að fjárfesta í varnarmanni í sumar. Samkvæmt Delaney eru tveir leikmenn á óskalista beggja liða, sömu tveir leikmennirnir. Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, og Milan Skriniar, varnarmaður Inter Milan. City and United set for battle over centre-halveshttps://t.co/ti1CSyhyxO— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) July 6, 2020 Þörf City á miðverði er brýnni en United. Liðið hefur ekki enn fyllt skarð Vincent Kompany og það virðist sem dagar bæði Nicolas Otamendi og John Stones séu taldir. Svo virðist sem Pep hafi komist að þeirri niðurstöðu að Koulibaly sé maðurinn sem gæti leyst varnarvandræði liðsins. Koulibaly verður orðinn þrítugur þegar næsta tímabil fer af stað og leikmaðurinn því að renna út á tíma hvað varðar félagaskipti til stórliðs í Evrópu. Fæst stórlið vilja fjárfesta í leikmönnum yfir þrítugt og mögulega vill Senegalinn nýja áskorun eftir að hafa verið í herbúðum Napoli frá 2014. Skriniar - sem er aðeins 25 ára gamall - gæti þó reynst ódýrari kostur fyrir City-liðið. Ástæðan er einfaldlega sú að ef Inter missir Lautaro Martinez - argentíska framherja liðsins - þá vill Antonio Conte, þjálfari liðsins, fylla upp í skarðið með öðrum Argentínumanni, Sergio Aguero. Mögulegt Evrópubann City mun svo að öllum líkindum hafa áhrif á hvaða leikmenn liðið fær til sín eða selur í sumar. City áfrýjaði upprunalega dómnum sem átti að banna liðinu að taka þátt í leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, til tveggja ára. Ekki er víst hvenær lokaniðurstaða fæst í málinu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, er enn að velta fyrir sér hvernig best sé að nýta það fjármagn sem honum stendur til boða. Það virðist sem félagið eigi í góðu sambandi við Inter en alls hafa þrír leikmenn United fært sig frá Manchester-borg til Mílanó á síðustu tólf mánuðum. Inter keypti þá Romelu Lukaku og Ashley Young ásamt því að fá Alexis Sanchez á láni. Sá síðastnefndi gæti verið notaður sem skiptimynt í kaupunum á Skriniar. Skriniar í baráttunni við Cristiano Ronaldo í leik Juventus og Inter Milan á leiktíðinni.Claudio Villa/Getty Images Einnig spila mögulegar sölur á mönnum á borð við Phil Jones og Chris Smalling inn í hvort enska félagið geti borgað uppsett verð. Talið er nær öruggt að Smalling gangi til liðs við Roma þegar lánssamningur hans við félagið rennur út. Þá vonast forráðamenn United að Steve Bruce bjargi þeim enn á ný með því að fjárfesta í leikmönnum sem enginn vill. Þannig gæti farið svo að Jones verði leikmaður Newcastle United í sumar. Fari svo að United hafi ekki efni á leikmönnunum eða þeir velji báðir að semja við City er talið að liðið muni reyna fá Joe Rodon hjá Swansea City eða Dayot Upamecano hjá RB Leipzig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Talið er að Manchester United og nágrannar þeirra í Manchester City muni berjast um sömu bitana er leikmannamarkaðurinn opnar í sumar. Miguel Delaney hjá The Independent hefur það eftir öruggum heimildum að bæði Manchester-liðin séu að leita sér að miðverði. Reyndar þarf engan doktor til að segja þeim sem fylgjast með enska boltanum að Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola væru til í að fjárfesta í varnarmanni í sumar. Samkvæmt Delaney eru tveir leikmenn á óskalista beggja liða, sömu tveir leikmennirnir. Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, og Milan Skriniar, varnarmaður Inter Milan. City and United set for battle over centre-halveshttps://t.co/ti1CSyhyxO— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) July 6, 2020 Þörf City á miðverði er brýnni en United. Liðið hefur ekki enn fyllt skarð Vincent Kompany og það virðist sem dagar bæði Nicolas Otamendi og John Stones séu taldir. Svo virðist sem Pep hafi komist að þeirri niðurstöðu að Koulibaly sé maðurinn sem gæti leyst varnarvandræði liðsins. Koulibaly verður orðinn þrítugur þegar næsta tímabil fer af stað og leikmaðurinn því að renna út á tíma hvað varðar félagaskipti til stórliðs í Evrópu. Fæst stórlið vilja fjárfesta í leikmönnum yfir þrítugt og mögulega vill Senegalinn nýja áskorun eftir að hafa verið í herbúðum Napoli frá 2014. Skriniar - sem er aðeins 25 ára gamall - gæti þó reynst ódýrari kostur fyrir City-liðið. Ástæðan er einfaldlega sú að ef Inter missir Lautaro Martinez - argentíska framherja liðsins - þá vill Antonio Conte, þjálfari liðsins, fylla upp í skarðið með öðrum Argentínumanni, Sergio Aguero. Mögulegt Evrópubann City mun svo að öllum líkindum hafa áhrif á hvaða leikmenn liðið fær til sín eða selur í sumar. City áfrýjaði upprunalega dómnum sem átti að banna liðinu að taka þátt í leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, til tveggja ára. Ekki er víst hvenær lokaniðurstaða fæst í málinu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, er enn að velta fyrir sér hvernig best sé að nýta það fjármagn sem honum stendur til boða. Það virðist sem félagið eigi í góðu sambandi við Inter en alls hafa þrír leikmenn United fært sig frá Manchester-borg til Mílanó á síðustu tólf mánuðum. Inter keypti þá Romelu Lukaku og Ashley Young ásamt því að fá Alexis Sanchez á láni. Sá síðastnefndi gæti verið notaður sem skiptimynt í kaupunum á Skriniar. Skriniar í baráttunni við Cristiano Ronaldo í leik Juventus og Inter Milan á leiktíðinni.Claudio Villa/Getty Images Einnig spila mögulegar sölur á mönnum á borð við Phil Jones og Chris Smalling inn í hvort enska félagið geti borgað uppsett verð. Talið er nær öruggt að Smalling gangi til liðs við Roma þegar lánssamningur hans við félagið rennur út. Þá vonast forráðamenn United að Steve Bruce bjargi þeim enn á ný með því að fjárfesta í leikmönnum sem enginn vill. Þannig gæti farið svo að Jones verði leikmaður Newcastle United í sumar. Fari svo að United hafi ekki efni á leikmönnunum eða þeir velji báðir að semja við City er talið að liðið muni reyna fá Joe Rodon hjá Swansea City eða Dayot Upamecano hjá RB Leipzig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira