Enski boltinn

Frétt um meiðsli Pogba og Bruno mögulega byggð á sandi

Ísak Hallmundarson skrifar
Stuð á æfingu hjá Manchester United í síðasta mánuði.
Stuð á æfingu hjá Manchester United í síðasta mánuði.

Í gær birtist frétt víða um netheima þar sem greint var frá því að Paul Pogba og Bruno Fernandes hefðu meiðst á æfingu, þar á meðal hér á Vísi. Mögulegt er að fréttin hafi verið byggð á falsfrétt.

Twitter síðan „MUFC Scoop“ segir að dagblaðið Mirror hafi líklega byggt fréttaflutning sinn á falsfrétt „Soccer on Sunday“ síðunnar. 

Fleiri miðlar birtu frétt um efnið í kjölfar fréttar Mirror, m.a. Dailymail, Daily Star og The Sun. Fréttin birtist þó ekki á síðum eins og BBC og Independent. Stuðningssíða hörðustu Manchester United stuðningsmanna tekur undir það að um falsfrétt sé að ræða og segir stuðningsmenn ekki þurfa að óttast að miðjumennirnir tveir séu meiddir. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.