Enski boltinn

Pogba og Bruno báðir meiddir eftir samstuð á æfingu

Ísak Hallmundarson skrifar
Pogba og Bruno hafa náð vel saman undanfarið á miðjunni hjá Manchester United.
Pogba og Bruno hafa náð vel saman undanfarið á miðjunni hjá Manchester United. getty/Matt Childs

Paul Pogba og Bruno Fernandes eru sagðir báðir hafa farið haltrandi af æfingu eftir að sá fyrrnefndi hljóp á þann síðarnefnda. Mirror greinir frá þessu

Það væru skelfileg tíðindi fyrir Manchester United ef báðir þessir leikmenn verða lengi frá en þeir hafa spilað vel saman á miðjunni undanfarið. Þá er þetta sérstaklega leiðinlegt fyrir Pogba sem er nýkominn til baka úr erfiðum meiðslum.

Þeir eru sagðir tæpir fyrir leik United og Bournemouth á morgun en Fernandes er sagður hafa litið verr út. Þetta er skellur sem gæti ekki komið á verri tíma fyrir Man Utd þar sem þeir eru að eltast við Meistaradeildarsæti og eiga enn möguleika á að vinna FA bikarinn og Evrópudeildina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.