Íslenski boltinn

Heimir: Vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Heimir var svekktur eftir leikinn.
Heimir var svekktur eftir leikinn. sport/skjáskot

Valur mátti þola 4-1 tap á heimavelli gegn ÍA í kvöld í ótrúlegum fótboltaleik. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, talaði hreint út í viðtali eftir leik kvöldsins.

„Það er þannig í þessum leik að það þarf að vera ákveðin grunnvinna í staðinn þegar þú ferð í leik og hún var ekki til staðar í kvöld. Byrjuðum ekki nógu vel, fáum klaufalegt mark á okkur og réðum illa við fríska menn hjá Skaganum. Eftir að við fengum á okkur fyrsta markið varð þetta bara verra, verra og verra,“ sagði Heimir skömmu eftir að leiknum lauk.

„Ekki hugmynd,“ var svar Heimis varðandi hvort leikmenn Vals hefðu verið komnir fram úr sér eftir gott gengi í síðustu leikjum.

„Mér fannst við reyna í seinni hálfleik en það var ekki nægilega gott en ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir að stjórna liði sem fær jafn mikið af góðum upplaupum og góðar stöður á vellinum en ekki nógu góðar ákvarðanatökur á síðasta þriðjung. En að því sögðu þá vinnur þú ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fjögur mörk,“ sagði Heimir að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.