Íslenski boltinn

Grótta sendir fram­herjann í sótt­kví: „Held að Víðir verði alla­vega á­nægður með okkur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kieran McGrath er mættur í Gróttu en fer fyrst um sinn í sóttkví.
Kieran McGrath er mættur í Gróttu en fer fyrst um sinn í sóttkví. mynd/grótta

Grótta hefur tekið þá ákvörðun að framherjinn Kieran McGrath, sem gekk í raðir liðsins á dögunum, fari í sóttkví og muni ekki spila með liðinu í næstu leikjum.

Í samtali við Fótbolti.net sagði Ágúst Gylfason, þjálfari liðsins, að félagið vildi ekki taka neina áhættu eftir að smit greindist í leikmannahópum Breiðabliks og Stjörnunnar í síðasta mánuði.

„Við ætlum að fara ákveðna leið vegna aðstæðna. Hann fer í skimun og svo í ákveðna sóttkví í nokkra daga. Hann fer svo aftur í skimun á þriðjudaginn. Hann kemur ekkert inn í hópinn fyrr en á fimmtudaginn,“ sagði Ágúst sem segir að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, verði líklega ánægður.

„Það eru að koma erlendir leikmenn hingað til lands og við viljum passa algjörlega upp á það að við séum ekki að taka inn mann og svo komi í ljós eitthvað vesen. Við erum ábyrgir í þessum hlutum. Stjórnin er að gera þetta ótrúlega vel og ég held að Víðir verði allavega ánægður með okkur.“

„Auðvitað vill maður að nýr leikmaður spili helst á morgun og það hefði að sjálfsögðu gerst í venjulegum aðstæðum. En við ætlum að bíða í viku áður en hann kemur inn í hópinn,“ sagði Ágúst.


Tengdar fréttir

Leikmönnum efstu deilda boðið að koma í skimun

Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Íslandsmótið í knattspyrnu en á síðustu dögum hafa þrír íslenskir knattspyrnumenn greinst með veiruna, tveir leikmenn í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður úr Pepsi-Max deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×