Markahæsti leikmaður deildarinnar sinnir varnarvinnunni vel til að vinna sig inn í leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 13:15 Elín Metta í leik Vals gegn Þórs/KA nýverið. Vísir/Vilhelm Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mætti í Pepsi Max Mörkin í gær til að ræða gengi Vals og eigin frammistöðu. Sem fyrr er þátturinn í umsjón Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingar gærdagsins voru Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Valur er sem stendur á toppi Pepsi Max deildarinnar með fullt hús stiga, tólf stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 14 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Elín Metta hefur skorað sjö þessara 14 marka. Er það á pari við væntingar Vals fyrir mót? „Já það mætti segja það. Þetta hefur byrjað mjög vel og fín stemmning í hópnum eftir Covid.“ Leikmenn Vals fagna einu af þeim sex mörkum sem liðið gerði gegn Þór/KA.Vísir „Ég var í góðu símasambandi við Pétur Pétursson [annan af þjálfurum Vals] og hann sparkaði í rassinn á mér,“ sagði Elín og hló þegar Helena spurði hana út í hvernig hún væri í svona góðu formi eftir að ekki mátti æfa sökum kórónufaraldursins. „Við vorum bara allar á mjög góðu prógrami. Jói [Jóhann Emil Elíasson, yfirstyrktarþjálfari Vals] var orðinn mikilvægasti þjálfarinn í miðjum faraldri. Maður gerði samt bara það sama og liðsfélagarnir, út að hlaupa og taka Zoom-fundi,“ sagði Elín einnig. Kórónufaraldurinn stöðvaði alla skipulagða íþróttaiðkun og það reyndist flestum, ef ekki öllum, sem stunda hópíþróttir erfitt. Elín Metta gat vottað fyrir það. „Fyrir mína parta get ég sagt að þetta gaf manni tækifæri til að lýta inn á við og velta fyrir sér hversu mikils virði það er að vera í fótbolta og maður fann það í þessum faraldri. Gott að koma til baka, hitta stelpurnar, fara í klefann og á æfingar.“ Helena nefndi svo það að Margrét Lára hefði yfirgefið Val eftir að titillinn kom í hús en Margrét lagði skóna á hina margrómuðu hillu síðasta haust. Voru samherjar hennar ekkert að þrýsta á hana að halda áfram? „Auðvitað vonaði maður innst inni að hún myndi koma til baka í vetur en þegar Margrét Lára er búin að segja að hún ætli að gera eitthvað þá er ekkert hægt að breyta því,“ sagði Elín og hló. Margrét tók sjálf undir það og hló áður en hún spurði Elínu hvort Pétur væri búinn að breyta um taktík. Margréti finnst Valsliðið koma af miklum krafti inn í fyrri og seinni hálfleik svo hún velti fyrir sér hvort rólyndismaðurinn Pétur Pétursson væri farinn að garga og góla inn í klefa. Pétur Pétursson, annar af þjálfurum Vals, er enn hinn rólegasti inn í klefa þrátt fyrir að Valsliðið mæti vel stemmd inn í alla leiki.Vísir/Vilhelm „Nei, hann er bara sallarólegur inn í klefa. Ég veit ekki alveg hvað þetta er. Eiður (Benedikt Eiríksson, hinn þjálfarið liðsins] er að koma sterkur inn í hálfleik, þeir eru að skipta þessu vel á milli sín.“ Margrét hrósaði svo einnig varnarvinnu Elínar sem er ekki aðeins dugleg við að koma knettinum í netið heldur vinnur hún einnig mikilvæga vinnu sem fremsti varnarmaður liðsins. „Nei alls ekki. Kannski hef ég fundið hjá sjálfri mér að mér finnst gott að koma mér inn í leikinn að vinna svona einfalda hluti. Að vinna varnarvinnuna vel og þá kemur hitt með,“ svaraði Elín að endingu aðspurð hvort Pétur væri að setja aukna pressu á hana til að vinna varnarvinnuna vel. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Rætt við Elínu Mettu Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mætti í Pepsi Max Mörkin í gær til að ræða gengi Vals og eigin frammistöðu. Sem fyrr er þátturinn í umsjón Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingar gærdagsins voru Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Valur er sem stendur á toppi Pepsi Max deildarinnar með fullt hús stiga, tólf stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 14 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Elín Metta hefur skorað sjö þessara 14 marka. Er það á pari við væntingar Vals fyrir mót? „Já það mætti segja það. Þetta hefur byrjað mjög vel og fín stemmning í hópnum eftir Covid.“ Leikmenn Vals fagna einu af þeim sex mörkum sem liðið gerði gegn Þór/KA.Vísir „Ég var í góðu símasambandi við Pétur Pétursson [annan af þjálfurum Vals] og hann sparkaði í rassinn á mér,“ sagði Elín og hló þegar Helena spurði hana út í hvernig hún væri í svona góðu formi eftir að ekki mátti æfa sökum kórónufaraldursins. „Við vorum bara allar á mjög góðu prógrami. Jói [Jóhann Emil Elíasson, yfirstyrktarþjálfari Vals] var orðinn mikilvægasti þjálfarinn í miðjum faraldri. Maður gerði samt bara það sama og liðsfélagarnir, út að hlaupa og taka Zoom-fundi,“ sagði Elín einnig. Kórónufaraldurinn stöðvaði alla skipulagða íþróttaiðkun og það reyndist flestum, ef ekki öllum, sem stunda hópíþróttir erfitt. Elín Metta gat vottað fyrir það. „Fyrir mína parta get ég sagt að þetta gaf manni tækifæri til að lýta inn á við og velta fyrir sér hversu mikils virði það er að vera í fótbolta og maður fann það í þessum faraldri. Gott að koma til baka, hitta stelpurnar, fara í klefann og á æfingar.“ Helena nefndi svo það að Margrét Lára hefði yfirgefið Val eftir að titillinn kom í hús en Margrét lagði skóna á hina margrómuðu hillu síðasta haust. Voru samherjar hennar ekkert að þrýsta á hana að halda áfram? „Auðvitað vonaði maður innst inni að hún myndi koma til baka í vetur en þegar Margrét Lára er búin að segja að hún ætli að gera eitthvað þá er ekkert hægt að breyta því,“ sagði Elín og hló. Margrét tók sjálf undir það og hló áður en hún spurði Elínu hvort Pétur væri búinn að breyta um taktík. Margréti finnst Valsliðið koma af miklum krafti inn í fyrri og seinni hálfleik svo hún velti fyrir sér hvort rólyndismaðurinn Pétur Pétursson væri farinn að garga og góla inn í klefa. Pétur Pétursson, annar af þjálfurum Vals, er enn hinn rólegasti inn í klefa þrátt fyrir að Valsliðið mæti vel stemmd inn í alla leiki.Vísir/Vilhelm „Nei, hann er bara sallarólegur inn í klefa. Ég veit ekki alveg hvað þetta er. Eiður (Benedikt Eiríksson, hinn þjálfarið liðsins] er að koma sterkur inn í hálfleik, þeir eru að skipta þessu vel á milli sín.“ Margrét hrósaði svo einnig varnarvinnu Elínar sem er ekki aðeins dugleg við að koma knettinum í netið heldur vinnur hún einnig mikilvæga vinnu sem fremsti varnarmaður liðsins. „Nei alls ekki. Kannski hef ég fundið hjá sjálfri mér að mér finnst gott að koma mér inn í leikinn að vinna svona einfalda hluti. Að vinna varnarvinnuna vel og þá kemur hitt með,“ svaraði Elín að endingu aðspurð hvort Pétur væri að setja aukna pressu á hana til að vinna varnarvinnuna vel. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Rætt við Elínu Mettu
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira