Átta hundruð handtekin í háleynilegri lögreglurannsókn í Evrópu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2020 07:46 Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. AP/PeterDejong Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu náði lögreglan að brjótast inn í samskiptakerfi glæpamanna og hlera samskiptin. Átta hundruð manns hafa verið handtekin í þessari háleynilegu og umfangsmiklu aðgerð lögreglu. Rúm tvö tonn af fíkniefnum, tugir vopna og rúmlega níu milljarðar króna í reiðufé voru gerðir upptækir. Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. Samskiptakerfið EncroChat var vettvangurinn sem glæpamenn notuðu til fíkniefna- og vopnaviðskipta. Lögreglan náði að rýna í dulkóðuð skilaboð notenda og breyta þeim í upprunalegt horf til að unnt væri að skilja þau. Wil van Gemert aðstoðarframkvæmdastjóri Europol sagði á blaðamannafundi í Haag að með því að ná að brjótast inn í samskiptakerfið hefði lögreglan náð að koma í veg fyrir margvíslegt glæpsamlegt athæfi á borð við ofbeldisfullar árásir, spillingu, fíkniefnasölu og jafnvel tilraunir til manndráps. Í forritinu mátti lesa nákvæmlegar lýsingar á ofbeldisfullum hótunum um sýruárásir og limlestingar í tengslum við fíkniefnaskuldir. Rannsóknin varði í rúma þrjá mánuði en aldrei fyrr hefur lögreglan náð eins góðum árangri gegn skipulagðri glæpastarfsemi í einni lögregluaðgerð. Um sextíu þúsund manns notuðu EnchroChat en því hefur nú verið lokað. Í forritinu gátu notendur sent skilaboð sín á milli sem eyddust sjálfkrafa að tilteknum tíma liðnum. Þeim stóð þá einnig til boða að nýta sér svokallaðan „neyðarhnapp“ en þá eyðast öll gögn og ummerki um notanda forritsins. Lögreglan segir að útgöngubannið vegna kórónuveirunnar hefði óvænt hjálpað rannsókninni. Þannig voru fleiri grunaðir glæpamenn heima við þegar lögreglan framkvæmdi skyndilega innrás í húsakynni hinna meintu lögbrjóta og handtóku. Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira
Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu náði lögreglan að brjótast inn í samskiptakerfi glæpamanna og hlera samskiptin. Átta hundruð manns hafa verið handtekin í þessari háleynilegu og umfangsmiklu aðgerð lögreglu. Rúm tvö tonn af fíkniefnum, tugir vopna og rúmlega níu milljarðar króna í reiðufé voru gerðir upptækir. Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. Samskiptakerfið EncroChat var vettvangurinn sem glæpamenn notuðu til fíkniefna- og vopnaviðskipta. Lögreglan náði að rýna í dulkóðuð skilaboð notenda og breyta þeim í upprunalegt horf til að unnt væri að skilja þau. Wil van Gemert aðstoðarframkvæmdastjóri Europol sagði á blaðamannafundi í Haag að með því að ná að brjótast inn í samskiptakerfið hefði lögreglan náð að koma í veg fyrir margvíslegt glæpsamlegt athæfi á borð við ofbeldisfullar árásir, spillingu, fíkniefnasölu og jafnvel tilraunir til manndráps. Í forritinu mátti lesa nákvæmlegar lýsingar á ofbeldisfullum hótunum um sýruárásir og limlestingar í tengslum við fíkniefnaskuldir. Rannsóknin varði í rúma þrjá mánuði en aldrei fyrr hefur lögreglan náð eins góðum árangri gegn skipulagðri glæpastarfsemi í einni lögregluaðgerð. Um sextíu þúsund manns notuðu EnchroChat en því hefur nú verið lokað. Í forritinu gátu notendur sent skilaboð sín á milli sem eyddust sjálfkrafa að tilteknum tíma liðnum. Þeim stóð þá einnig til boða að nýta sér svokallaðan „neyðarhnapp“ en þá eyðast öll gögn og ummerki um notanda forritsins. Lögreglan segir að útgöngubannið vegna kórónuveirunnar hefði óvænt hjálpað rannsókninni. Þannig voru fleiri grunaðir glæpamenn heima við þegar lögreglan framkvæmdi skyndilega innrás í húsakynni hinna meintu lögbrjóta og handtóku.
Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira