Átta hundruð handtekin í háleynilegri lögreglurannsókn í Evrópu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2020 07:46 Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. AP/PeterDejong Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu náði lögreglan að brjótast inn í samskiptakerfi glæpamanna og hlera samskiptin. Átta hundruð manns hafa verið handtekin í þessari háleynilegu og umfangsmiklu aðgerð lögreglu. Rúm tvö tonn af fíkniefnum, tugir vopna og rúmlega níu milljarðar króna í reiðufé voru gerðir upptækir. Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. Samskiptakerfið EncroChat var vettvangurinn sem glæpamenn notuðu til fíkniefna- og vopnaviðskipta. Lögreglan náði að rýna í dulkóðuð skilaboð notenda og breyta þeim í upprunalegt horf til að unnt væri að skilja þau. Wil van Gemert aðstoðarframkvæmdastjóri Europol sagði á blaðamannafundi í Haag að með því að ná að brjótast inn í samskiptakerfið hefði lögreglan náð að koma í veg fyrir margvíslegt glæpsamlegt athæfi á borð við ofbeldisfullar árásir, spillingu, fíkniefnasölu og jafnvel tilraunir til manndráps. Í forritinu mátti lesa nákvæmlegar lýsingar á ofbeldisfullum hótunum um sýruárásir og limlestingar í tengslum við fíkniefnaskuldir. Rannsóknin varði í rúma þrjá mánuði en aldrei fyrr hefur lögreglan náð eins góðum árangri gegn skipulagðri glæpastarfsemi í einni lögregluaðgerð. Um sextíu þúsund manns notuðu EnchroChat en því hefur nú verið lokað. Í forritinu gátu notendur sent skilaboð sín á milli sem eyddust sjálfkrafa að tilteknum tíma liðnum. Þeim stóð þá einnig til boða að nýta sér svokallaðan „neyðarhnapp“ en þá eyðast öll gögn og ummerki um notanda forritsins. Lögreglan segir að útgöngubannið vegna kórónuveirunnar hefði óvænt hjálpað rannsókninni. Þannig voru fleiri grunaðir glæpamenn heima við þegar lögreglan framkvæmdi skyndilega innrás í húsakynni hinna meintu lögbrjóta og handtóku. Lögreglumál Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira
Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu náði lögreglan að brjótast inn í samskiptakerfi glæpamanna og hlera samskiptin. Átta hundruð manns hafa verið handtekin í þessari háleynilegu og umfangsmiklu aðgerð lögreglu. Rúm tvö tonn af fíkniefnum, tugir vopna og rúmlega níu milljarðar króna í reiðufé voru gerðir upptækir. Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. Samskiptakerfið EncroChat var vettvangurinn sem glæpamenn notuðu til fíkniefna- og vopnaviðskipta. Lögreglan náði að rýna í dulkóðuð skilaboð notenda og breyta þeim í upprunalegt horf til að unnt væri að skilja þau. Wil van Gemert aðstoðarframkvæmdastjóri Europol sagði á blaðamannafundi í Haag að með því að ná að brjótast inn í samskiptakerfið hefði lögreglan náð að koma í veg fyrir margvíslegt glæpsamlegt athæfi á borð við ofbeldisfullar árásir, spillingu, fíkniefnasölu og jafnvel tilraunir til manndráps. Í forritinu mátti lesa nákvæmlegar lýsingar á ofbeldisfullum hótunum um sýruárásir og limlestingar í tengslum við fíkniefnaskuldir. Rannsóknin varði í rúma þrjá mánuði en aldrei fyrr hefur lögreglan náð eins góðum árangri gegn skipulagðri glæpastarfsemi í einni lögregluaðgerð. Um sextíu þúsund manns notuðu EnchroChat en því hefur nú verið lokað. Í forritinu gátu notendur sent skilaboð sín á milli sem eyddust sjálfkrafa að tilteknum tíma liðnum. Þeim stóð þá einnig til boða að nýta sér svokallaðan „neyðarhnapp“ en þá eyðast öll gögn og ummerki um notanda forritsins. Lögreglan segir að útgöngubannið vegna kórónuveirunnar hefði óvænt hjálpað rannsókninni. Þannig voru fleiri grunaðir glæpamenn heima við þegar lögreglan framkvæmdi skyndilega innrás í húsakynni hinna meintu lögbrjóta og handtóku.
Lögreglumál Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira