Átta hundruð handtekin í háleynilegri lögreglurannsókn í Evrópu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2020 07:46 Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. AP/PeterDejong Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu náði lögreglan að brjótast inn í samskiptakerfi glæpamanna og hlera samskiptin. Átta hundruð manns hafa verið handtekin í þessari háleynilegu og umfangsmiklu aðgerð lögreglu. Rúm tvö tonn af fíkniefnum, tugir vopna og rúmlega níu milljarðar króna í reiðufé voru gerðir upptækir. Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. Samskiptakerfið EncroChat var vettvangurinn sem glæpamenn notuðu til fíkniefna- og vopnaviðskipta. Lögreglan náði að rýna í dulkóðuð skilaboð notenda og breyta þeim í upprunalegt horf til að unnt væri að skilja þau. Wil van Gemert aðstoðarframkvæmdastjóri Europol sagði á blaðamannafundi í Haag að með því að ná að brjótast inn í samskiptakerfið hefði lögreglan náð að koma í veg fyrir margvíslegt glæpsamlegt athæfi á borð við ofbeldisfullar árásir, spillingu, fíkniefnasölu og jafnvel tilraunir til manndráps. Í forritinu mátti lesa nákvæmlegar lýsingar á ofbeldisfullum hótunum um sýruárásir og limlestingar í tengslum við fíkniefnaskuldir. Rannsóknin varði í rúma þrjá mánuði en aldrei fyrr hefur lögreglan náð eins góðum árangri gegn skipulagðri glæpastarfsemi í einni lögregluaðgerð. Um sextíu þúsund manns notuðu EnchroChat en því hefur nú verið lokað. Í forritinu gátu notendur sent skilaboð sín á milli sem eyddust sjálfkrafa að tilteknum tíma liðnum. Þeim stóð þá einnig til boða að nýta sér svokallaðan „neyðarhnapp“ en þá eyðast öll gögn og ummerki um notanda forritsins. Lögreglan segir að útgöngubannið vegna kórónuveirunnar hefði óvænt hjálpað rannsókninni. Þannig voru fleiri grunaðir glæpamenn heima við þegar lögreglan framkvæmdi skyndilega innrás í húsakynni hinna meintu lögbrjóta og handtóku. Lögreglumál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu náði lögreglan að brjótast inn í samskiptakerfi glæpamanna og hlera samskiptin. Átta hundruð manns hafa verið handtekin í þessari háleynilegu og umfangsmiklu aðgerð lögreglu. Rúm tvö tonn af fíkniefnum, tugir vopna og rúmlega níu milljarðar króna í reiðufé voru gerðir upptækir. Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. Samskiptakerfið EncroChat var vettvangurinn sem glæpamenn notuðu til fíkniefna- og vopnaviðskipta. Lögreglan náði að rýna í dulkóðuð skilaboð notenda og breyta þeim í upprunalegt horf til að unnt væri að skilja þau. Wil van Gemert aðstoðarframkvæmdastjóri Europol sagði á blaðamannafundi í Haag að með því að ná að brjótast inn í samskiptakerfið hefði lögreglan náð að koma í veg fyrir margvíslegt glæpsamlegt athæfi á borð við ofbeldisfullar árásir, spillingu, fíkniefnasölu og jafnvel tilraunir til manndráps. Í forritinu mátti lesa nákvæmlegar lýsingar á ofbeldisfullum hótunum um sýruárásir og limlestingar í tengslum við fíkniefnaskuldir. Rannsóknin varði í rúma þrjá mánuði en aldrei fyrr hefur lögreglan náð eins góðum árangri gegn skipulagðri glæpastarfsemi í einni lögregluaðgerð. Um sextíu þúsund manns notuðu EnchroChat en því hefur nú verið lokað. Í forritinu gátu notendur sent skilaboð sín á milli sem eyddust sjálfkrafa að tilteknum tíma liðnum. Þeim stóð þá einnig til boða að nýta sér svokallaðan „neyðarhnapp“ en þá eyðast öll gögn og ummerki um notanda forritsins. Lögreglan segir að útgöngubannið vegna kórónuveirunnar hefði óvænt hjálpað rannsókninni. Þannig voru fleiri grunaðir glæpamenn heima við þegar lögreglan framkvæmdi skyndilega innrás í húsakynni hinna meintu lögbrjóta og handtóku.
Lögreglumál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira