Enski boltinn

Jöfnunarmark tekið af Kane þegar Sheffield skellti Tottenham

Ísak Hallmundarson skrifar
McBurnie fagnar marki sínu í kvöld. 
McBurnie fagnar marki sínu í kvöld.  getty/ Alex Livesey

Sheffield United sigraði Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag með þremur mörkum gegn einu. 

Sander Berge kom heimamönnum í Sheffield yfir á 31. mínútu með laglegu skoti, en tveimur mínútum síðar virtist markahrókurinn Harry Kane vera að jafna metin. Allt kom fyrir ekki, þegar markið var skoðað í VARsjánni virtist boltinn fara í hendina á Lucas Moura sem lá í grasinu í aðdraganda marksins. Markið var dæmt af, við mikinn ófögnuð stuðningsmanna Tottenham.

Lys Mousset tvöfaldaði forskot Sheffield á 69. mínútu og á 84. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Ollie McBurnie skoraði. 

Harry Kane náði að skora sárabótarmark fyrir Tottenham í uppbótartíma, lokatölur 3-1 fyrir Sheffield, sem eru komnir aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð.

Sheffield fer upp í sjöunda sætið í deildinni með 47 stig, Tottenham situr í níunda sæti með 45 stig og má segja að von þeirra á Meistaradeildarsæti sé úti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.