Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 14:58 Fánarnir við ríkisþinghúsið í Jackson voru teknir niður í síðasta skipti með viðhöfn í gær. Þeir voru fluttir á sögusafn. AP/Rogelio V. Solis Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Ákveðið var að hætta notkun gamla fánans sem var sá eini sem enn skartaði krossi gamla Suðurríkjasambandsins í kjölfar ákafrar umræðum um kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undafarinna vikna. Ríkisfáni Mississippi hafði verið í notkun í 126 ár en tákn Suðurríkjasambandsins var í efri vinstri fjórðungi hans. Hvítir þjóðernissinnar á ríkisþinginu komu því á fánann árið 1894, tæpum þrjátíu árum eftir að Suðurríkjasambandið leið undir lok, á sama tíma og hvítir íbúar Mississippi reyndu að svipta svarta íbúa nýfundnum pólitískum áhrif eftir að borgarastríðinu lauk. Þverpólitísk samstaða náðist um að leggja fánanum á ríkisþinginu á sunnudag og staðfesti Tate Reeves ríkisstjóri lögin á þriðjudag. Fáninn komst aftur í sviðsljósið eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður var drepinn í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mikil mótmælabylgja gegn kynþáttahyggju reis upp vegna dauða Floyd. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Samkoma var haldin við ríkisþinghúsið í borginni Jackson í gær þar sem þrír fánar voru teknir niður og brotnir saman í hinsta sinn. Fánarnir voru svo fluttir á sögusafn Mississippi þar sem einn þeirra verður hafður til sýnis. Hópur fólks fylgdist með athöfninni, þar á meðal Robert Clark sem var fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri á ríkisþingið eftir að suðurríkin voru aftur sameinuð Bandaríkjunum eftir borgarastríðið. Clark, sem er 91 árs gamall, barðist í áratugi fyrir að fána Mississippi yrði breytt en án árangurs. Tákn Suðurríkjasambandsins er enda minnisvarði um kynþáttahyggju í hugum fjölda Bandaríkjamanna. Robert Clark, fyrrverandi varaforseti ríkisþings Mississippi, gladdist þegar gamli ríkisfáninn var tekinn niður í gær.AP/Rogelio V. Solis Á tímamótunum sagði Clark AP-fréttastofunni að sér hafi verið hugsað til afa síns sem var neyddur til að ganga um berfættur og matast úr trogi áður en hann var leystur úr þrældómi þegar hann var ellefu ára gamall. „Þess vegna barðist ég fyrir að fá fánanum breytt, vegna þess að fáninn táknaði þetta hvað mig varðaði,“ sagði Clark. Nefnd vinnur nú að hönnun nýs fána fyrir Mississippi án tákns gömlu suðurríkjanna. Ríkisþingmenn kváðu á um að á nýja fánann yrði að vera letrað „Við treystum á guð“. Hönnunin verður borin undir íbúa samhlið forsetakosningunum 3. nóvember. Suðurríkjasambandið var hópur sjö ríkja í sunnanverðum Bandaríkjunum þar sem þrælahald var við lýði sem gerði uppreisn og sagði sig úr lögum við þau árið 1861. Sambandið var leyst upp eftir ósigur þess í borgarastríðinu, sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið, árið 1865. Bandaríkin Tengdar fréttir Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46 NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Ákveðið var að hætta notkun gamla fánans sem var sá eini sem enn skartaði krossi gamla Suðurríkjasambandsins í kjölfar ákafrar umræðum um kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undafarinna vikna. Ríkisfáni Mississippi hafði verið í notkun í 126 ár en tákn Suðurríkjasambandsins var í efri vinstri fjórðungi hans. Hvítir þjóðernissinnar á ríkisþinginu komu því á fánann árið 1894, tæpum þrjátíu árum eftir að Suðurríkjasambandið leið undir lok, á sama tíma og hvítir íbúar Mississippi reyndu að svipta svarta íbúa nýfundnum pólitískum áhrif eftir að borgarastríðinu lauk. Þverpólitísk samstaða náðist um að leggja fánanum á ríkisþinginu á sunnudag og staðfesti Tate Reeves ríkisstjóri lögin á þriðjudag. Fáninn komst aftur í sviðsljósið eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður var drepinn í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mikil mótmælabylgja gegn kynþáttahyggju reis upp vegna dauða Floyd. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Samkoma var haldin við ríkisþinghúsið í borginni Jackson í gær þar sem þrír fánar voru teknir niður og brotnir saman í hinsta sinn. Fánarnir voru svo fluttir á sögusafn Mississippi þar sem einn þeirra verður hafður til sýnis. Hópur fólks fylgdist með athöfninni, þar á meðal Robert Clark sem var fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri á ríkisþingið eftir að suðurríkin voru aftur sameinuð Bandaríkjunum eftir borgarastríðið. Clark, sem er 91 árs gamall, barðist í áratugi fyrir að fána Mississippi yrði breytt en án árangurs. Tákn Suðurríkjasambandsins er enda minnisvarði um kynþáttahyggju í hugum fjölda Bandaríkjamanna. Robert Clark, fyrrverandi varaforseti ríkisþings Mississippi, gladdist þegar gamli ríkisfáninn var tekinn niður í gær.AP/Rogelio V. Solis Á tímamótunum sagði Clark AP-fréttastofunni að sér hafi verið hugsað til afa síns sem var neyddur til að ganga um berfættur og matast úr trogi áður en hann var leystur úr þrældómi þegar hann var ellefu ára gamall. „Þess vegna barðist ég fyrir að fá fánanum breytt, vegna þess að fáninn táknaði þetta hvað mig varðaði,“ sagði Clark. Nefnd vinnur nú að hönnun nýs fána fyrir Mississippi án tákns gömlu suðurríkjanna. Ríkisþingmenn kváðu á um að á nýja fánann yrði að vera letrað „Við treystum á guð“. Hönnunin verður borin undir íbúa samhlið forsetakosningunum 3. nóvember. Suðurríkjasambandið var hópur sjö ríkja í sunnanverðum Bandaríkjunum þar sem þrælahald var við lýði sem gerði uppreisn og sagði sig úr lögum við þau árið 1861. Sambandið var leyst upp eftir ósigur þess í borgarastríðinu, sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið, árið 1865.
Bandaríkin Tengdar fréttir Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46 NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37
Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14
Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46
NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“