Erlent

Mississippi fjar­lægir um­deilt Suður­ríkja­merki úr fánanum

Atli Ísleifsson skrifar
David Flynt frá Hattiesburg mótmælir fyrir utan þinghús Mississippi í Jackson.
David Flynt frá Hattiesburg mótmælir fyrir utan þinghús Mississippi í Jackson. AP

Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að merki sem notað var af hersveitum Suðurríkjanna í bandarísku borgarastyrjöldinni skuli fjarlægt úr fána ríkisins.

Meirihluti öldungadeildar ríkisins samþykkti þetta í atkvæðagreiðslu í nótt. Merkið er að finna í efra, vinstra horni fánans, en notkun þess hefur lengi verið umdeilt og sagt merki um rasisma í Bandaríkjunum í garð svartra.

Ákvörðun þingsins kemur á tíma þar sem mótmæli gegn lögregluofbeldi og rasisma hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin í kjölfar dauða George Floyd í Minnesota í síðasta mánuði.

John Horhn, öldungadeildarþingmaður í Mississippi segist ánægður með áfangann en að þetta muni ekki leysa þau vandamál sem hafi skapast af „rasískri fortíð Bandaríkjanna“. Þetta sé þó skref í rétta átt. Alls greiddu 91 þingmaður með tillögunni og 23 gegn.

Sérstök nefnd mun á næstunni standa að hönnun nýs fána, sem verður án Suðurríkjamerkisins en á fánanum skal standa „In God We Trust“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×