Erlent

Mississippi fjar­lægir um­deilt Suður­ríkja­merki úr fánanum

Atli Ísleifsson skrifar
David Flynt frá Hattiesburg mótmælir fyrir utan þinghús Mississippi í Jackson.
David Flynt frá Hattiesburg mótmælir fyrir utan þinghús Mississippi í Jackson. AP

Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að merki sem notað var af hersveitum Suðurríkjanna í bandarísku borgarastyrjöldinni skuli fjarlægt úr fána ríkisins.

Meirihluti öldungadeildar ríkisins samþykkti þetta í atkvæðagreiðslu í nótt. Merkið er að finna í efra, vinstra horni fánans, en notkun þess hefur lengi verið umdeilt og sagt merki um rasisma í Bandaríkjunum í garð svartra.

Ákvörðun þingsins kemur á tíma þar sem mótmæli gegn lögregluofbeldi og rasisma hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin í kjölfar dauða George Floyd í Minnesota í síðasta mánuði.

John Horhn, öldungadeildarþingmaður í Mississippi segist ánægður með áfangann en að þetta muni ekki leysa þau vandamál sem hafi skapast af „rasískri fortíð Bandaríkjanna“. Þetta sé þó skref í rétta átt. Alls greiddu 91 þingmaður með tillögunni og 23 gegn.

Sérstök nefnd mun á næstunni standa að hönnun nýs fána, sem verður án Suðurríkjamerkisins en á fánanum skal standa „In God We Trust“.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.