Íslenski boltinn

Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hannes hefur leikið 69 landsleiki.
Hannes hefur leikið 69 landsleiki. vísir/bára

Það vekur alltaf jafn mikla athygli þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, sinnir leikstjórn.

Hannes leikstýrði kynningarmyndbandinu fyrir nýtt merki íslenska landsliðsins sem var frumsýnt í gær.

Sports Illustrated fjallaði um hinn fjölhæfa Hannes eftir frumsýningu myndbandsins í gær. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sports Illustrated fjallar um Hannes en tekið var langt viðtal við hann fyrir seinni leik Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013.

Þá hafði Ísland ekki enn komist á stórmót og Hannes ekki enn orðinn heimsfrægur fyrir að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi.

Hannes og félagar í íslenska landsliðinu eiga möguleika á að komast á þriðja stórmótið í röð. Í haust mætir Ísland Rúmeníu í umspili um sæti á EM. Sigurvegarinn mætir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleik um eitt laust sæti á EM.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.