Íslenski boltinn

Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hannes hefur leikið 69 landsleiki.
Hannes hefur leikið 69 landsleiki. vísir/bára

Það vekur alltaf jafn mikla athygli þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, sinnir leikstjórn.

Hannes leikstýrði kynningarmyndbandinu fyrir nýtt merki íslenska landsliðsins sem var frumsýnt í gær.

Sports Illustrated fjallaði um hinn fjölhæfa Hannes eftir frumsýningu myndbandsins í gær. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sports Illustrated fjallar um Hannes en tekið var langt viðtal við hann fyrir seinni leik Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013.

Þá hafði Ísland ekki enn komist á stórmót og Hannes ekki enn orðinn heimsfrægur fyrir að verja vítaspyrnu frá Lionel Messi.

Hannes og félagar í íslenska landsliðinu eiga möguleika á að komast á þriðja stórmótið í röð. Í haust mætir Ísland Rúmeníu í umspili um sæti á EM. Sigurvegarinn mætir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleik um eitt laust sæti á EM.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.