Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 2. júlí 2020 08:16 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur opnað á möguleika fyrir hluta íbúa Hong Kong að flytjast til Bretlands og eiga möguleika á að sækja um ríkisborgararétt þegar fram í sækir. Getty Kínversk stjórnvöld hafa beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong. Ríkisstjórn Johnsons hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. Sky News segir frá þessu en breski forsætisráðherrann ákvað að bjóða íbúunum möguleika á ríkisborgararétti eftir að ný og umdeild öryggislög tóku gildi í Hong Kong í gær. Hann segir lögin vera alvarlegt og augljóst brot á samningnum sem Bretland gerði við Kína árið 1997 um að íbúum Hong Kong yrði áfram tryggð réttindi og frelsi með stefnunni „eitt ríki – tvö kerfi“. Í yfirlýsingu sem sendiherra Kína í Lundúnum sendi frá sér í morgun kom fram að kínversk stjórnvöld legðust alfarið gegn útspili Johnsons og sögðu það brot á alþjóðalögum. Johnson opnaði á að 350 þúsund íbúar í Hong Kong, sem eru nú þegar með breskt vegabréf, og 2,6 milljónir manna til viðbótar sem til greina kæmu, myndu geta flust til Bretlands í fimm ár og síðar sótt um ríkisborgararétt. Milljónir íbúa Hong Kong eru nú þegar með sérstaka gerð bresks vegabréfs sem heimilar ferðalög til Bretlands án áritunar í allt að sex mánaði. Verður þeim samkvæmt nýrri áætlun breskra stjórnvalda heimilt að vera lengur í Bretlandi, bæði til að vinna eða stunda nám, í allt að fimm ár. Að þeim árum loknum myndi viðkomandi frá búsetuheimild og ári síðar sótt um ríkisborgararétt. Bretland Kína Hong Kong Tengdar fréttir Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong. Ríkisstjórn Johnsons hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. Sky News segir frá þessu en breski forsætisráðherrann ákvað að bjóða íbúunum möguleika á ríkisborgararétti eftir að ný og umdeild öryggislög tóku gildi í Hong Kong í gær. Hann segir lögin vera alvarlegt og augljóst brot á samningnum sem Bretland gerði við Kína árið 1997 um að íbúum Hong Kong yrði áfram tryggð réttindi og frelsi með stefnunni „eitt ríki – tvö kerfi“. Í yfirlýsingu sem sendiherra Kína í Lundúnum sendi frá sér í morgun kom fram að kínversk stjórnvöld legðust alfarið gegn útspili Johnsons og sögðu það brot á alþjóðalögum. Johnson opnaði á að 350 þúsund íbúar í Hong Kong, sem eru nú þegar með breskt vegabréf, og 2,6 milljónir manna til viðbótar sem til greina kæmu, myndu geta flust til Bretlands í fimm ár og síðar sótt um ríkisborgararétt. Milljónir íbúa Hong Kong eru nú þegar með sérstaka gerð bresks vegabréfs sem heimilar ferðalög til Bretlands án áritunar í allt að sex mánaði. Verður þeim samkvæmt nýrri áætlun breskra stjórnvalda heimilt að vera lengur í Bretlandi, bæði til að vinna eða stunda nám, í allt að fimm ár. Að þeim árum loknum myndi viðkomandi frá búsetuheimild og ári síðar sótt um ríkisborgararétt.
Bretland Kína Hong Kong Tengdar fréttir Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00