Íslenski boltinn

Fjölnir fékk tvo leikmenn áður en glugginn lokaði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fjölnir sótti tvo leikmenn rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði.
Fjölnir sótti tvo leikmenn rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði. Vísir/HAG

Nýliðar Fjölnis í Pepsi Max deild karla í fótbolta hafa samið við ungverska varnarmanninn Peter Zachan. Mun hann leika með liðinu út leiktíðina hið minnsta.

Hinn 22 ára gamli Zachan er hávaxinn miðvörður sem hefur leikið tvo leiki fyrir U-21 árs landslið Ungverjalands.

Leikmaðurinn hefur flakkað á milli liða undanfarna mánuði en hann hefur leikið með VLS Veszprém, Paksi FC, Szekszárdi UFC og Dorog í Ungverjalandi.

Félagaskiptaglugginn hér á landi lokaði í gærkvöld og nældu Fjölnismenn í tvo leikmenn. Danski framherjinn Christian Sivebæk kom einnig til liðsins.

Nýliðarnir eiga enn eftir að vinna leik þegar þremur umferðum er lokið í Pepsi Max deildinni. Liðið er með eitt stig en þeir náðu í jafntefli gegn Víking í fyrstu umferð.


Tengdar fréttir

Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna

Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×