Íslenski boltinn

Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Pétur mun ekki leika í grænu í sumar.
Guðjón Pétur mun ekki leika í grænu í sumar. Vísir

Miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur til liðsins á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 

Guðjón Pétur var í byrjunarliði Blika í 1-0 sigrinum á Fylki í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar en hann hefur nú ákveðið að færa sig úr Kópavoginum og yfir í Garðabæinn. Er þetta í annað sinn sem hann gengur til liðs við Stjörnuna, lék hann með Garðbæingum frá 2007 til 2008.

Guðjón er annar leikmaðurinn sem yfirgefur Blika í kvöld en Arnar Sveinn gekk í raðir Fylkis fyrr í kvöld.

Guðjón stoppaði stutt í Kópavoginum en hann gekki í raðir Blika fyrir síðasta tímabil eftir enn styttra stopp hjá KA á Akureyri. Þaðan kom hann frá Val en skömmu eftir þau skipti var hann genginn til liðs við Breiðablik.

Hinn 33 ára gamli Guðjón er reynslumikill miðjumaður sem hefur alls leikið 203 leiki í efstu deild og skorað 45 mörk. Á ferli sínum hefur hann leikið með Haukum, Stjörnunni, Álftanesi, Breiðablik og Val.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×