Pétur um höfuðhöggið: „Þakklátur fyrir að ekki fór verr“ Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2020 14:15 Pétur Viðarsson hafði nýverið tekið skóna af hillunni. vísir/bára Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, vonast til þess að vera klár í slaginn eftir tíu daga til tvær vikur eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leik Víkings og FH í Pepsi Max-deild karla í gær. Pétur lék í 36 mínútur þangað til að hann og Atli Hrafn Andrason skullu saman er Pétur tæklaði boltann út af en strax sást að Pétur væri illa haldinn. Hann var þó allur hinn brattasti í morgun. „Ég er allt í lagi. Ég er ekki hundrað prósent en ég er samt sem áður ekki með brjálaðan hausverk svo staðan er ágæt,“ sagði Pétur í samtali við Vísi í dag. „Ég held að þetta hafi verið vægur heilahristingur. Mér varð smá óglatt. Ég talaði við Helga í morgun [sjúkraþjálfara FH] og var að spyrja hann um hitt og þetta og ég ætlaði mér víst aftur inn á í gær,“ segir Pétur sem segir að hann sem betur fer hafi ekki farið aftur inn á. Klippa: Höfuðhögg Péturs Hann segir að hann hafi haldið heim á leið eftir leikinn í gær en hafi svo komið við á spítala og hitt þar hjúkrunarfræðing. „Ég fór fyrst heim og svo upp á spítala og hitti hjúkrunarfræðing. Ég var ekki ælandi og ekki að sjá tvöfalt svo þá er það bara besta í stöðunni að hvíla sig. Ég fór bara heim og svaf og er svo rólegur næstu daga.“ „Mér skilst að maður eigi að taka nokkra daga í rólegheitum. Svo byrjar maður að skokka og ef það er í lagi þá byrjar maður að sparka og fara í „kontakt“. Eins og ég skil þetta eru þetta tíu dagar vonandi, eða tvær vikur.“ Pétur hafði nýverið tekið skóna af hillunni og ætlaði að hjálpa FH-liðinu í sumar en náði einungis 36 mínútum í fyrsta leik sínum í sumar. „Ég var búinn að spila í rúmlega þrjátíu mínútur þannig að þetta var rosa leiðinlegt. Það er þó meira í þessu en bara fótboltinn. Eftir að hafa séð þetta aftur þá er ég þakklátur að ekki hafi farið verr. Við vorum báðir á fullri ferð og ef ég er góður eftir í tíu daga, tvær vikur. Þá er ég sáttur að ekki hafi farið verr.“ Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00 Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sjá meira
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, vonast til þess að vera klár í slaginn eftir tíu daga til tvær vikur eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leik Víkings og FH í Pepsi Max-deild karla í gær. Pétur lék í 36 mínútur þangað til að hann og Atli Hrafn Andrason skullu saman er Pétur tæklaði boltann út af en strax sást að Pétur væri illa haldinn. Hann var þó allur hinn brattasti í morgun. „Ég er allt í lagi. Ég er ekki hundrað prósent en ég er samt sem áður ekki með brjálaðan hausverk svo staðan er ágæt,“ sagði Pétur í samtali við Vísi í dag. „Ég held að þetta hafi verið vægur heilahristingur. Mér varð smá óglatt. Ég talaði við Helga í morgun [sjúkraþjálfara FH] og var að spyrja hann um hitt og þetta og ég ætlaði mér víst aftur inn á í gær,“ segir Pétur sem segir að hann sem betur fer hafi ekki farið aftur inn á. Klippa: Höfuðhögg Péturs Hann segir að hann hafi haldið heim á leið eftir leikinn í gær en hafi svo komið við á spítala og hitt þar hjúkrunarfræðing. „Ég fór fyrst heim og svo upp á spítala og hitti hjúkrunarfræðing. Ég var ekki ælandi og ekki að sjá tvöfalt svo þá er það bara besta í stöðunni að hvíla sig. Ég fór bara heim og svaf og er svo rólegur næstu daga.“ „Mér skilst að maður eigi að taka nokkra daga í rólegheitum. Svo byrjar maður að skokka og ef það er í lagi þá byrjar maður að sparka og fara í „kontakt“. Eins og ég skil þetta eru þetta tíu dagar vonandi, eða tvær vikur.“ Pétur hafði nýverið tekið skóna af hillunni og ætlaði að hjálpa FH-liðinu í sumar en náði einungis 36 mínútum í fyrsta leik sínum í sumar. „Ég var búinn að spila í rúmlega þrjátíu mínútur þannig að þetta var rosa leiðinlegt. Það er þó meira í þessu en bara fótboltinn. Eftir að hafa séð þetta aftur þá er ég þakklátur að ekki hafi farið verr. Við vorum báðir á fullri ferð og ef ég er góður eftir í tíu daga, tvær vikur. Þá er ég sáttur að ekki hafi farið verr.“
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00 Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sjá meira
Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00
Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25