Jóhannes Karl ítrekað skotið á leikstíl KR undanfarin tvö ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 11:48 Jóhannesi Karli finnst ekki mikið til leikstíls KR koma. vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ekki sáttur eftir tap sinna manna fyrir Íslandsmeisturum KR, 1-2, á Akranesi í gær. Hann var óánægður með dómgæsluna og sagði að öll vafaatriði hefðu fallið með KR-ingum. Jóhannes Karl skaut einnig á leikstíl KR í viðtali við Vísi og sagði að ÍA hefði verið betra fótboltaliðið í leiknum í gær. Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma [Rafni Pálmasyni] mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta. Klippa: Viðtal við Jóhannes Karl Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes Karl baunar á KR-inga og leikstíl þeirra undanfarin tvö ár, eða eftir að Skagamenn komust aftur upp í Pepsi Max-deildina. Þess má geta að bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, er aðstoðarþjálfari KR. Voru hræddir við okkur Skagamenn fóru mikinn á undirbúningstímabilinu í fyrra og komust m.a. í úrslit Lengjubikarsins. Þar töpuðu þeir fyrir KR-ingum, 2-1. Eftir leikinn gagnrýndi Jóhannes Karl leikstíl KR í samtali við Vísi. „KR skoraði úr þessu eina færi sem þeir fengu í seinni hálfleik. Við fórum inn í hálfleik með jafna stöðu og í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum. KR kom bara til að dæla löngum boltum fram. Við hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki einu sinni að spila fótbolta, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl og hélt áfram: Þeir spörkuðu boltanum nánast beint úr öftustu línu og fram; reyndu að negla honum upp í hornin. Þeir voru hræddir við okkur og við ætlum að taka það með okkur út úr þessum leik. Við gáfum boltann frá okkur á fáránlegum stað þegar þeir skoruðu annað markið sitt. Eftir það reyndi KR ekki að skora. Við erum nýliðar í þessari deild og við ætlum að taka sjálfstraust með okkur úr þessum leik. Ef KR eru hræddir við okkur sýnir það að við erum að gera eitthvað rétt. Reynið að spila fótbolta Eftir leik KR og ÍA í Frostaskjólinu 1. september í fyrra skaut Jóhannes Karl einnig á KR-inga og leikstíl þeirra. KR vann 2-0 sigur og fór langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Eftir markið reyna þeir ekki að spila fótbolta og ég er pínu svekktur yfir því hvernig KR kom inn í seinni hálfleikinn. Verðandi Íslandsmeistarar, reynið að spila smá fótbolta fyrir fólkið ykkar í seinni hálfleik og mér fannst það vera skrýtið þar sem KR er með fullt af frábærum fótboltamönnum. Dómari leiksins í Vesturbænum í fyrra fékk einnig að heyra það. Umræddur dómari var Einar Ingi Jóhannsson, sá sami og dæmdi leik ÍA og KR á Akranesi í gær. „Það var engin launing að við ætluðum að vera ansi þéttir til baka í fyrri hálfleiknum og mér fannst það heppnast vel því KR-ingarnir spörkuðu boltanum út af ansi oft þó þeir væru í fínni stöðu. Það sem skilur að eftir fyrri hálfleik er hvað dómarinn var flautuglaður og mér fannst hann ekki höndla þetta nægilega vel,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn í fyrra. Einar Ingi Jóhannsson dæmdi leik ÍA og KR í gær.vísir/daníel Honum fannst Einar Ingi draga taum KR-inga í leiknum í fyrra, líkt og í leiknum í gær. „Hann gaf KR-ingum aukaspyrnur á það sem mér fannst vera alvöru tæklingar sem eiga að eiga sér stað í fótboltaleikjum en dómarinn flautaði á allt fyrir KR-ingana í fyrri hálfleiknum. Það er það sem skilur að og svo undir lok leiks erum við að reyna jafna og Kiddi [Kristinn Jónsson] skorar undramark, vel gert hjá honum reyndar,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég veit ekki hvort dómarinn hafi aldrei horft á KR-ÍA hérna áður en ég skyldi ekki línuna sem hann var að leggja með aukaspyrnunum sem hann gaf KR-ingum í fyrri hálfleik. Þeir hentu sér niður á hættulegum stöðum og fengu aukaspyrnur sem mér fannst alltof soft.“ Stóðu bara á teignum Óskar Örn, fyrirliði KR, svaraði Jóhannesi Karli fullum hálsi eftir leikinn á Meistaravöllum í fyrra. „Í fyrri hálfleik þá komu þeir ekki yfir miðju. Það er erfitt að skora á móti ellefu mönnum, sem æfa alla vikuna, og standa svo bara á teignum,“ sagði Óskar Örn. Rúnar svarar ekki Þjálfari KR, Rúnar Kristinsson, hefur hins vegar látið vera að svara Jóhannesi Karli. Aðspurður um ummæli hans um dómgæsluna í leiknum í gær sagði hann: „Ég hef heyrt það áður. Ég hef ekkert út á það að setja. Það eru hans orð. Dómararnir leystu þennan leik mjög vel og dæmdu hann mjög vel. Ég held að það hafi hallað á hvorugt liðið þannig að ég var bara sáttur.“ KR fékk mjög ódýra vítaspyrnu í leiknum í gær sem ekki nýttist. Skot Pálma Rafns Pálmasonar fór framhjá. Í uppbótartíma vildu Skagamenn svo fá vítaspyrnu en þess í stað var dæmd rangstaða á leikmann liðsins. Jóhannesi Karli fannst KR einnig fá ódýra vítaspyrnu í leik liðanna á Akranesi í fyrra. KR-ingar unnu þá 1-3 sigur. „Mér fannst þetta bara vera dýfa. Dómarinn gerði ekki vel í því atviki þó svo hann dæmdi leikinn heilt yfir vel. Þetta var aldrei víti og það var erfitt fyrir okkur að kyngja því og fá svo annað markið í andlitið stuttu síðar,“ sagði Jóhannes Karl eftir umræddan leik 15. júní í fyrra. Seinni leikur KR og ÍA í Pepsi Max-deildinni á þessu tímabili á að fara fram sunnudaginn 23. ágúst. Athyglisvert verður að sjá hvað Jóhannes Karl hefur að segja eftir þann leik. Pepsi Max-deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 22:30 Jóhannes Karl: Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag Þjálfari ÍA sagði að öll vafaatriði í leiknum gegn KR í kvöld hefðu fallið með Íslandsmeisturunum. 28. júní 2020 23:08 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ekki sáttur eftir tap sinna manna fyrir Íslandsmeisturum KR, 1-2, á Akranesi í gær. Hann var óánægður með dómgæsluna og sagði að öll vafaatriði hefðu fallið með KR-ingum. Jóhannes Karl skaut einnig á leikstíl KR í viðtali við Vísi og sagði að ÍA hefði verið betra fótboltaliðið í leiknum í gær. Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma [Rafni Pálmasyni] mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta. Klippa: Viðtal við Jóhannes Karl Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhannes Karl baunar á KR-inga og leikstíl þeirra undanfarin tvö ár, eða eftir að Skagamenn komust aftur upp í Pepsi Max-deildina. Þess má geta að bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, er aðstoðarþjálfari KR. Voru hræddir við okkur Skagamenn fóru mikinn á undirbúningstímabilinu í fyrra og komust m.a. í úrslit Lengjubikarsins. Þar töpuðu þeir fyrir KR-ingum, 2-1. Eftir leikinn gagnrýndi Jóhannes Karl leikstíl KR í samtali við Vísi. „KR skoraði úr þessu eina færi sem þeir fengu í seinni hálfleik. Við fórum inn í hálfleik með jafna stöðu og í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum. KR kom bara til að dæla löngum boltum fram. Við hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki einu sinni að spila fótbolta, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl og hélt áfram: Þeir spörkuðu boltanum nánast beint úr öftustu línu og fram; reyndu að negla honum upp í hornin. Þeir voru hræddir við okkur og við ætlum að taka það með okkur út úr þessum leik. Við gáfum boltann frá okkur á fáránlegum stað þegar þeir skoruðu annað markið sitt. Eftir það reyndi KR ekki að skora. Við erum nýliðar í þessari deild og við ætlum að taka sjálfstraust með okkur úr þessum leik. Ef KR eru hræddir við okkur sýnir það að við erum að gera eitthvað rétt. Reynið að spila fótbolta Eftir leik KR og ÍA í Frostaskjólinu 1. september í fyrra skaut Jóhannes Karl einnig á KR-inga og leikstíl þeirra. KR vann 2-0 sigur og fór langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Eftir markið reyna þeir ekki að spila fótbolta og ég er pínu svekktur yfir því hvernig KR kom inn í seinni hálfleikinn. Verðandi Íslandsmeistarar, reynið að spila smá fótbolta fyrir fólkið ykkar í seinni hálfleik og mér fannst það vera skrýtið þar sem KR er með fullt af frábærum fótboltamönnum. Dómari leiksins í Vesturbænum í fyrra fékk einnig að heyra það. Umræddur dómari var Einar Ingi Jóhannsson, sá sami og dæmdi leik ÍA og KR á Akranesi í gær. „Það var engin launing að við ætluðum að vera ansi þéttir til baka í fyrri hálfleiknum og mér fannst það heppnast vel því KR-ingarnir spörkuðu boltanum út af ansi oft þó þeir væru í fínni stöðu. Það sem skilur að eftir fyrri hálfleik er hvað dómarinn var flautuglaður og mér fannst hann ekki höndla þetta nægilega vel,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn í fyrra. Einar Ingi Jóhannsson dæmdi leik ÍA og KR í gær.vísir/daníel Honum fannst Einar Ingi draga taum KR-inga í leiknum í fyrra, líkt og í leiknum í gær. „Hann gaf KR-ingum aukaspyrnur á það sem mér fannst vera alvöru tæklingar sem eiga að eiga sér stað í fótboltaleikjum en dómarinn flautaði á allt fyrir KR-ingana í fyrri hálfleiknum. Það er það sem skilur að og svo undir lok leiks erum við að reyna jafna og Kiddi [Kristinn Jónsson] skorar undramark, vel gert hjá honum reyndar,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég veit ekki hvort dómarinn hafi aldrei horft á KR-ÍA hérna áður en ég skyldi ekki línuna sem hann var að leggja með aukaspyrnunum sem hann gaf KR-ingum í fyrri hálfleik. Þeir hentu sér niður á hættulegum stöðum og fengu aukaspyrnur sem mér fannst alltof soft.“ Stóðu bara á teignum Óskar Örn, fyrirliði KR, svaraði Jóhannesi Karli fullum hálsi eftir leikinn á Meistaravöllum í fyrra. „Í fyrri hálfleik þá komu þeir ekki yfir miðju. Það er erfitt að skora á móti ellefu mönnum, sem æfa alla vikuna, og standa svo bara á teignum,“ sagði Óskar Örn. Rúnar svarar ekki Þjálfari KR, Rúnar Kristinsson, hefur hins vegar látið vera að svara Jóhannesi Karli. Aðspurður um ummæli hans um dómgæsluna í leiknum í gær sagði hann: „Ég hef heyrt það áður. Ég hef ekkert út á það að setja. Það eru hans orð. Dómararnir leystu þennan leik mjög vel og dæmdu hann mjög vel. Ég held að það hafi hallað á hvorugt liðið þannig að ég var bara sáttur.“ KR fékk mjög ódýra vítaspyrnu í leiknum í gær sem ekki nýttist. Skot Pálma Rafns Pálmasonar fór framhjá. Í uppbótartíma vildu Skagamenn svo fá vítaspyrnu en þess í stað var dæmd rangstaða á leikmann liðsins. Jóhannesi Karli fannst KR einnig fá ódýra vítaspyrnu í leik liðanna á Akranesi í fyrra. KR-ingar unnu þá 1-3 sigur. „Mér fannst þetta bara vera dýfa. Dómarinn gerði ekki vel í því atviki þó svo hann dæmdi leikinn heilt yfir vel. Þetta var aldrei víti og það var erfitt fyrir okkur að kyngja því og fá svo annað markið í andlitið stuttu síðar,“ sagði Jóhannes Karl eftir umræddan leik 15. júní í fyrra. Seinni leikur KR og ÍA í Pepsi Max-deildinni á þessu tímabili á að fara fram sunnudaginn 23. ágúst. Athyglisvert verður að sjá hvað Jóhannes Karl hefur að segja eftir þann leik.
Pepsi Max-deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 22:30 Jóhannes Karl: Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag Þjálfari ÍA sagði að öll vafaatriði í leiknum gegn KR í kvöld hefðu fallið með Íslandsmeisturunum. 28. júní 2020 23:08 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 22:30
Jóhannes Karl: Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag Þjálfari ÍA sagði að öll vafaatriði í leiknum gegn KR í kvöld hefðu fallið með Íslandsmeisturunum. 28. júní 2020 23:08