Enski boltinn

„Liver­pool er fimm árum á undan Manchester United“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna Englandsmeistaratitlinum.
Leikmenn Liverpool fagna Englandsmeistaratitlinum. vísir/getty

Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Liverpool, segir að félagið sé fimm árum á undan erkifjendum sínum í Manchester United.

Liverpool varð í síðustu viku enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár en Hamann segir að nú sé Liverpool félagið sem allir vilja spila fyrir.

„Þegar ég var leikmaður þá var Manchester United félagið sem allir vildu fara í. Þú vissir það að ef þú skrifaðir undir við United þá myndirðu vinna medalíur,“ sagði Hamann í samtali við The Mirror.

„Þeir voru stærsta félagið og félagið sem allir töluðu um, innan og fyrir utan England. Síðan Sir Alex Ferguson hætti hefur United verið í vandræðum og á fullkomnum tíma hefur Jurgen Klopp komið inn og gert Liverpool að félaginu sem allir vilja koma til.“

Hamann spilaði fyrir Liverpool á árunum 1999 til 2006 og spilaði tæplega 200 leiki fyrir félagið. Hann var m.a. í l iðinu sem vann Meistaradeildina tímabilið 2004/2005.

„Ég er ekki viss um að Liverpool mun einangra ensku úrvalsdeildina eins og United gerði því Manchester City og Pep Guardiola eru þarna líka en Liverpool eru fimm árum á undan United. Stóru liðin í London eru enn lengra á eftir.“

„Klopp á fjögur ár eftir af samningi sínum og fyrir það vill hann komast upp fyrir tuttugu titla United og vinna Meistaradeildina aftur,“ sagði Hamann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×