Íslenski boltinn

Frá­bært sjónar­horn er Stefán Teitur skaut yfir fyrir opnu marki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Duðafærið í gær.
Duðafærið í gær. vísir/S2s

Stefán Teitur Þórðarson fór illa með algjört dauðafæri í leik ÍA og KR í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í gærkvöldi.

Skagamenn voru sprækir í gærkvöldi og komust m.a. yfir í upphafi síðari hálfleiks er Steinar Þorsteinsson skoraði.

Meistararnir snéru þó taflinu sér í hag. Aron Bjarki Jósepsson jafnaði metin eftir hornspyrnu og eftir laglega sókn skoraði Kristján Flóki Finnbogason sigurmarkið.

Besta færi leiksins fékk þó líklega Stefán Teitur Þórðarson á 31. mínútu. Beitir Ólafsson sló fyrirgjöf Tryggva Hrafns Haraldssonar út í teiginn og miðjumaðurinn Stefán Teitur fékk boltann.

Hann þurfti þó aðeins að teygja sig í boltann og skot hans úr þessu algjöru dauðafæri fór yfir markið.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Klippa: ÍA - KR: Dauðafærið hjá Stefáni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×