Enski boltinn

Southampton fór langt með að tryggja veru sína í úrvalsdeildinni með útisigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
James Ward Prowse var á skotskónum í dag.
James Ward Prowse var á skotskónum í dag. vísir/Getty

Southampton heimsótti Watford í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Watford er ískyggilega nálægt fallsvæðinu á meðan Southampton er í betri málum en þó aðeins tveimur sætum ofar en Watford.

Danny Ings hefur reynst Dýrlingunum mikilvægur á tímabilinu og hann opnaði markareikninginn í dag með marki á 16.mínútu. Leiddu gestirnir því í leikhléi með einu marki gegn engu.

Ings var aftur á ferðinni á 70.mínútu og kom gestunum í 0-2 en heimamenn fengu líflínu á 78.mínútu þegar Jan Bednarek setti boltann í eigið net.

James Ward-Prowse var snöggur að slökkva í vonum heimamanna því hann gulltryggði sigur Southampton með marki á 82.mínútu.

Southampton lyfti sér þar með upp í 13.sæti deildarinnar og er komið með 40 stig á meðan Watford hefur 28 stig í 16.sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×