Íslenski boltinn

Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt

Ísak Hallmundarson skrifar
Sýni reyndist neikvætt.
Sýni reyndist neikvætt. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 

Æfingu Selfoss var frestað í dag og einnig leik í 2. flokki kvenna. 

Eftir að leikmaður kvennaliðs Breiðabliks greindist með veiruna eru allir leikmenn liðsins, auk KR-liðsins sem mætti þeim í síðustu umferð, komnar í sóttkví. Fimm leikjum hefur verið frestað vegna þessa, fjórum í Pepsi Max deild kvenna og einum í Lengjudeild kvenna. Það er þessa stundina enn þá eina smitið sem greinst hefur hjá leikmönnum deildarinnar.


Tengdar fréttir

Grunur um smit í leikmannahópi Selfoss

Grunur hefur komið upp um smit í herbúðum Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna en 433 greinir frá þessu í dag eftir að hafa fengið þetta staðfest af félaginu.

Segjast vera tilbúin fyrir ýmsar aðstæður

,,Við vonum auðvitað það besta fyrir viðkomandi leikmenn, bæði í Breiðablik og Selfoss. En það er rétt, við erum að bíða eftir frekari niðurstöðu og fá upplýsingar um það mál. Það er því miður grunur á að það sé smit í Selfoss en það er ekki komin greining þannig við vitum ekki fyrir víst,“

Fimm leikjum frestað vegna smitsins

KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna.

Leikmaður Breiðabliks smitaður

Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×