Íslenski boltinn

Grunur um smit í leikmannahópi Selfoss

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi.
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi.

Grunur hefur komið upp um smit í herbúðum Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna en 433 greinir frá þessu í dag eftir að hafa fengið þetta staðfest af félaginu.

Í frétt 433 segir að leikmaðurinn hafi verið talsvert veikur og fari í próf vegna veirunnar í kvöd. Hún á að hafa fundið fyrir einkennum og sé talsvert veik.

Leikur hjá 2. flokki félagsins gegn HK sem átti að fara fram síðar í dag hefur verið frestað sem og æfingum meistaraflokks félagsins í dag.

Staðfest var í gær að smit hafi kom upp í leikmannahópi Breiðabliks en Selfoss og Breiðablik mættust einmitt þann 18. júní síðastliðnum.

Fjöldi fólks er í sóttkví vegna smitsins sem greint hefur verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×