Íslenski boltinn

Segjast vera tilbúin fyrir ýmsar aðstæður

Ísak Hallmundarson skrifar

Leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna greindist með Kórónuveiruna í gær. Það gæti sett mótahald í uppnám.

,,Við vissum að það væri möguleiki að þetta kæmi upp. Við erum með margskonar plön í gangi og tilbúin fyrir ýmsar aðstæður. Við höfum kappkostað í allri þessari uppákomu með Covid að bíða eftir því þangað til við fáum staðfestar upplýsingar,“ sagði Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í kvöld. 

Fréttir hafa borist af mögulegu smiti innan leikmannahóps Selfyssinga. 

,,Við vonum auðvitað það besta fyrir viðkomandi leikmenn, bæði í Breiðablik og Selfoss. En það er rétt, við erum að bíða eftir frekari niðurstöðu og fá upplýsingar um það mál. Það er því miður grunur á að það sé smit í Selfoss en það er ekki komin greining þannig við vitum ekki fyrir víst,“ sagði Klara að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.