Íslenski boltinn

Fimm leikjum frestað vegna smitsins

Sindri Sverrisson skrifar
KR-ingar eru komnir í sóttkví eftir að hafa spilað við leikmann Breiðabliks sem síðar greindist með smit. Blikakonur eru að sjálfsögðu einnig í sóttkví.
KR-ingar eru komnir í sóttkví eftir að hafa spilað við leikmann Breiðabliks sem síðar greindist með smit. Blikakonur eru að sjálfsögðu einnig í sóttkví. VÍSIR/HAG

KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna.

Smitið greindist í gær og þar sem að leikmaðurinn hafði komið við sögu í leik Breiðabliks og KR á þriðjudagskvöld hafa leikmenn og þjálfarar liðanna verið settir í sóttkví.

Á vef KSÍ kemur fram að næstu tveimur leikjum Breiðabliks, gegn Þrótti R. næsta þriðjudag og Þór/KA 6. júlí, hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Eins hefur leikjum KR við FH og Selfoss verið frestað. Þá hefur leik venslaliðs Breiðabliks, Augnabliks, við Völsung sem fram átti að fara í Lengjudeildinni í kvöld verið frestað.

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir á vef Fréttablaðsins að ekki standi til að fresta fleiri leikjum í Pepsi Max-deild kvenna. Önnur lið megi spila.

„Mótin munu því ekki breytast umfram það að leikjum Breiðabliks og KR á meðan leikmenn og forráðamenn þeirra liða munu frestast fram yfir sóttkvína. Við munum keyra mótin áfram þrátt fyrir að smit muni greinast,“ sagði mótastjórinn.

Óvíst er hvenær leikjunum fimm verður komið á en Birkir sagði í samtali við Vísi að leikjadagskrá í Pepsi Max-deildunum eftir Verslunarmannahelgi hefði ekki verið staðfest vegna óvissu sem ríkti um leiki í Evrópukeppnum félagsliða. Nú er komið í ljós hvenær leika á í Evrópukeppnunum og hægt að útfæra dagskrána út frá því og þeim leikjum sem fresta þarf vegna kórónuveirunnar.


Tengdar fréttir

Leikmaður Breiðabliks smitaður

Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.