Fjölnir og FH naumlega í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins | Framlenging hjá ÍA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 21:30 Morten Beck sá til þess að FH vann nauman sigur á Þrótti. Vísir/Daniel Nær öllum leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum er nú lokið. FH og Fjölnir fóru naumlega áfram og þá þurfti að framlengja í leik Kórdrengja og ÍA. FH, sem hefur unnið báða leiki sína í Pepsi Max deildinni í sumar, heimsótti Þrótt í Laugardalnum en heimamenn leika í Lengjudeildinni. Leikurinn var töluvert jafnari en menn hefðu þorað að vona. Morten Beck Andersen kom FH yfir á 5. mínútu en Djordje Panic jafnaði metin fyrir Þrótt þegar rúmur hálftími var liðinn og þannig var staðan í hálfleik. Morten Beck skoraði sitt annað mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Reyndist það sigurmark leiksins og lokatölur því 2-1 FH í vil. Í Grafarvogi voru Selfyssingar í heimsókn en á meðan Fjölnir leikur í Pepsi Max eru gestirnir í 2. deild. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks en Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútur. Ingiberkur Kort Sigurðsson jafnaði metin fyrir Fjölni tæpum fimmtán mínútum síðar en gestirnir létu það ekki á sig fá og komust aftur yfir með marki Valdimars Jóhannssonar þegar tæpur hálftími var liðinn. Adam var þó ekki lengi í paradís en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði metin fyrir Fjölni aðeins tveimur mínútum eftir að Selfoss komst yfir. Staðan 2-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur og sá fyrri enda var aðeins eitt mark sem leit dagsins ljós. Það gerði Jón Gísli Ström og tryggði Fjölni þar með 3-2 sigur og sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór Akureyri vann 2-1 heimasigur á Reyni Sandgerði eftir framlengdan leik. Heimamenn leika í Lengjudeildinni á meðan Reynir er í 3. deild. Elton Renato Livramento Barros kom Reyni óvænt yfir strax á 18. mínútu og þannig var staðan allt fram á 78. mínútu leiksins þegar Sölvi Sverrisson jafnaði metin. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þórsarar fengu víti undir lok framlengingar og skaut Sigurður Marinó Kristjánsson þeim inn í 16-liða úrslitin er hann skoraði úr vítinu. Lokatölur á Akureyri 2-1 og Sandgerðingar fara í súra ferð heim á leið. Þá þurfti að framlengja leik Kórdrengja og ÍA en staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Fjölnir ÍA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Nær öllum leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum er nú lokið. FH og Fjölnir fóru naumlega áfram og þá þurfti að framlengja í leik Kórdrengja og ÍA. FH, sem hefur unnið báða leiki sína í Pepsi Max deildinni í sumar, heimsótti Þrótt í Laugardalnum en heimamenn leika í Lengjudeildinni. Leikurinn var töluvert jafnari en menn hefðu þorað að vona. Morten Beck Andersen kom FH yfir á 5. mínútu en Djordje Panic jafnaði metin fyrir Þrótt þegar rúmur hálftími var liðinn og þannig var staðan í hálfleik. Morten Beck skoraði sitt annað mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Reyndist það sigurmark leiksins og lokatölur því 2-1 FH í vil. Í Grafarvogi voru Selfyssingar í heimsókn en á meðan Fjölnir leikur í Pepsi Max eru gestirnir í 2. deild. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks en Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútur. Ingiberkur Kort Sigurðsson jafnaði metin fyrir Fjölni tæpum fimmtán mínútum síðar en gestirnir létu það ekki á sig fá og komust aftur yfir með marki Valdimars Jóhannssonar þegar tæpur hálftími var liðinn. Adam var þó ekki lengi í paradís en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði metin fyrir Fjölni aðeins tveimur mínútum eftir að Selfoss komst yfir. Staðan 2-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur og sá fyrri enda var aðeins eitt mark sem leit dagsins ljós. Það gerði Jón Gísli Ström og tryggði Fjölni þar með 3-2 sigur og sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór Akureyri vann 2-1 heimasigur á Reyni Sandgerði eftir framlengdan leik. Heimamenn leika í Lengjudeildinni á meðan Reynir er í 3. deild. Elton Renato Livramento Barros kom Reyni óvænt yfir strax á 18. mínútu og þannig var staðan allt fram á 78. mínútu leiksins þegar Sölvi Sverrisson jafnaði metin. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þórsarar fengu víti undir lok framlengingar og skaut Sigurður Marinó Kristjánsson þeim inn í 16-liða úrslitin er hann skoraði úr vítinu. Lokatölur á Akureyri 2-1 og Sandgerðingar fara í súra ferð heim á leið. Þá þurfti að framlengja leik Kórdrengja og ÍA en staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Fjölnir ÍA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00
KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18