Enski boltinn

Sá dýrasti segist aldrei ætla að leika fyrir Mourinho aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Harry Kane og Tanguy Ndombele í æfingaleik gegn Norwich City áður en enska úrvalsdeildin fór af stað að nýju.
Harry Kane og Tanguy Ndombele í æfingaleik gegn Norwich City áður en enska úrvalsdeildin fór af stað að nýju. Tottenham Hotspur/Getty Images

Portúgalinn José Mourinho hefur átt það til á sínum magnaða ferli að fá einstaka leikmenn upp á móti sér. Svo virðist sem Tanguy Ndombele, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur, sé einn af þeim ef marka má heimildir ESPN.

Lenti þeim tveimur saman nýverið og ku Ndombele hafa sagt Portúgalanum að hann myndi aldrei aftur spila undir hans stjórn. Ku rifrildið hafa byrjað á æfingavellinum og haldið áfram inn á skrifstofu Mourinho.

Hinn 23 ára gamli Ndombele gekk í raðir Tottenham í sumar en hann kom á litlar 62 milljónir evra frá franska félaginu Lyon. Er hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hefur Ndombele fengið nóg af eilífri gagnrýni Mourinho síðan þjálfarinn tók við í nóvember á síðasta ári.

Leikmaðurinn hefur verið á bekknum í báðum leikjum Tottenham síðan enska deildin fór af stað að nýju. Samkvæmt Mourinho er hann ekki í nægilega góðu ásigkomulagi til að byrja leiki liðsins en leikmaðurinn er ósammála.

Ndombele valdi Tottenham – sem var þá þjálfað af Maurico Pochettino – frekar en Juventus, Paris Saint-Germain og Barcelona. Franska stórliðið hefur enn áhuga er ekki tilbúið að borga þær 60-70 milljónir evra sem Tottenham vill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×